Ætlaði ekki að missa af brúðkaupi dóttur sinnar

David Jones ásamt dóttur sinni, Elizabeth Marquez.
David Jones ásamt dóttur sinni, Elizabeth Marquez. Ljósmynd/Stellar Photography

Bandarískur maður að nafni David Jones hefur fengið mikið lof fyrir sannkallað afreksverk, en hann gekk í tæplega sex klukkustundir, í regni, vindi og foraði, til að vera viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar á laugardag.

Jones, sem er 64 ára gamall, var að ferðast, akandi, frá Boiling Springs í Suður-Karólínu yfir til Johnson City í Tennessee þegar þjóðvegi 26 var lokað vegna fellibylsins Helenu sem gekk yfir Suðurríki Bandaríkjanna um helgina.

Það sem átti að vera tveggja klukkustunda akstursferðalag endaði sem tólf klukkustunda ævintýraför um sveitir og bæi, en hann ferðaðist fótgangandi og náði einnig að húkka far, hluta af leiðinni.

Eftir um það bil 30 mínútna akstur stöðvaði lögreglan umferð og tilkynnti föður brúðarinnar og öðrum akandi vegfarendum að það væri algjör ógjörningur að ferðast til Johnson City, enda vegir víða lokaðir og brýr skemmdar.

Jones var þó staðráðinn í að fylgja dóttur sinni inn kirkjuganginn og ákvað því að grípa bakpokann úr skottinu og ganga þessa 43 kílómetra, sem hann átti eftir, til Johnson City.

Hann rétt náði í bæinn fyrir brúðkaupið, komst í sturtu, tókst að klæða sig í sparifötin og fylgdi dóttur sinni, stoltur, inn kirkjuganginn – þrátt fyrir að Helena hafi gert allt sem hún gæti til að koma í veg að svo yrði. 

Good Morning America

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka