Patrik leysir frá skjóðunni og kennir Prettyboitjokko um allt

Patrik mætti í hljóðver K100 og sagði að það að …
Patrik mætti í hljóðver K100 og sagði að það að verða ákveðið skotmark fylgdi því einfaldlega að koma inn í nýjan heim „með hausinn á undan og rífandi kjaft.“ Þessi mynd af PBT kom einnig til umræðu en hún var meðal fyrstu myndanna sem birtust af kappanum. „Ég get alveg sjálfum mér um kennt – eða ekki sjálfum mér heldur Prettiboitjokko!“ Ljósmynd/Helgi Ómars

Tónlistarmaðurinn Pat­rik Snær Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, opnaði sig í viðtali í Ísland vaknar á K100 í morgun en hann gefur út lagið „Stjörnustælar“ á miðnætti. Lagið er innblásið af gagnrýnendum hans og fólki sem er virkt í athugasemdum. 

Í viðtalinu lýsti hann fjandsamlegri framkomu sem fólk úti á götu hefur sýnt honum, en hann hefur til að mynda verið axlaður. Hann viðurkenndi að þrátt fyrir að hann hefði gaman af þessu liði kæmu inn á milli tilvik þar sem hann tæki ákveðnar athugasemdir inn á sig. 

Patrik ræddi einnig um myndband, af uppstilltum blaðamannafundi, sem hann deildi á instagramsíðu sinni í gær en þar vekur athygli á áreitinu og slúðrinu sem hann þarf oft að díla við. 

Prettyboitjokko kemur Patrik í vandræði

„Ég fíla þetta, ég elska þetta. Maður hefur náttúrulega sagt og gert alls konar rugl í gegnum tíðina og gert allt vitlaust hvort sem það er að afi borgaði þetta eða hitt. Alls konar. Maður hefur látið Erp heyra það og sagt allskonar vitleysu. Svo þetta lag er aðeins svona – til baka,“ sagði Patrik og rifjaði upp nokkur atvik sem hann vill kenna „alteregóinu“, Prettiboitjokko um. 

„Það er myndband sem kemur út á morgun þar sem ég er að kenna Prettyboitjokko um þetta allt. Þetta er „alteregóið“. Prettyboitjokko tekur yfir, segir alls konar rugl og gerir alls konar bull og svo þarf Patrik alltaf að díla við það. En án hans gæti ég þetta ekkert. Verið með þessa stjörnustæla. Verið upp á sviði ber að ofan, og verið með þetta „attitude“. Þannig að ég þarf á honum að halda en hann kemur mér líka í vandræði,“ sagði Patrik við þau Kristínu Sif, Bolla og Þór Bæring.  

Patrik fór um víðan völl í viðtali í Ísland vaknar …
Patrik fór um víðan völl í viðtali í Ísland vaknar en þar ræddi hann meðal annars um hversu upptekið fólk væri af afa hans. K100

Hann viðurkenndi að hann hafi ekki aðeins upplifað fjandsamlegar athugasemdir á internetinu en einnig það að fólk væri með leiðindi við hann úti á götu. 

Meira í þessari orku áður en hann varð edrú

„Ég og Gústi B vinur minn köllum þetta „hostile crowd“. Þá svona stara þau mann niður, og ég hef verið axlaður og eitthvað. Þau kannski fussa þegar þau sjá mig,“ sagði Patrik sem segist samt hafa gaman af þessu fólki

„Þetta er skemmtileg orka. Maður var kannski meira í þessari orku þegar maður var ennþá að drekka og maður var niðri í bæ. Þessi hrútaorka. Út með kassann. Mér finnst svo fyndið þegar fullorðnir menn eru ennþá í þessu,“ sagði hann en hann hefur verið edrú frá því stuttu áður en hann gaf út sitt fyrsta lag. 

Kærastan ekki hrifin af kjaftasögunum

Hann staðfesti að kjaftasögurnar sem tengjast honum, en rati ekki í blöðin, séu mjög margar. 

„Kærastan mín hefur ekkert mjög gaman af þessum kjaftasögum. Það hefur samt minnkað. Mér finnst Gústi B hafa tekið við. Það pirrar mig stundum. Hvað, ertu ekki að slúðra um mig eða? Gústi B að fá alllan hitann,“ sagði hann glettinn.

Í laginu „Stjörnustælar“ syngur Patrik meðal annars um „skotmarkið á PBT“, en aðspurður sagði hann að það væri partur af því að koma inn í tónlistarheiminn „með hausinn á undan og rífandi kjaft,“ svo ekki sé talað um að fyrstu myndirnar af honum í fjölmiðlum voru eins konar nektarmyndir.

„Ég get alveg sjálfum mér um kennt – eða ekki sjálfum mér heldur Prettiboitjokko!“ sagði Patrik.

Hann ræddi einnig um þakklæti sitt gagnvart aðdáendum sem hann segist ekki vera með stjörnustæla við. Spurður út í komandi lög viðurkenndi hann að þrjú ný jólalög væru í vændum.Hann sagðist einnig vera með eina konu í huga fyrir sönghlutverkið sem hann lýsti eftir í síðustu viku.

Hér má hlusta á viðtalið við Patrik í heild sinni. 

 

Hér má sjá brot úr laginu Stjörnustælar sem var frumflutt á K100 í morgun. Lagið kemur út á miðnætti á öllum helstu tónlistarveitum. 

@prettyboitjokkoo

Var líka REKINN fyrir stjörnustæla.. 🎸

♬ original sound - PATR!K
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir