Arnheiður útnefnd rísandi stjarna

Arnheiður Eiríksdóttir
Arnheiður Eiríksdóttir

Arnheiður Eiríksdóttir mezzósópran var útnefnd rísandi stjarna á alþjóðlegu óperuverðlaununum, Opera Awards, sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í München í liðinni viku.

Deildi hún verðlaununum með barítónsöngvaranum Justin Austin þar sem þau urðu jöfn í fyrsta sæti. Þau voru tilnefnd ásamt átta öðrum söngvurum. Arnheiður er fastráðin við Þjóðaróperuna í Prag og hefur vakið athygli í uppfærslum þar, m.a. fyrir hlutverk Oktavian í Rósariddaranum eftir Strauss.

Arnheiður hlaut tékknesku sviðslistaverðlaunin í fyrra sem óperusöngkona ársins. Arnheiður mun í Prag 2026 syngja hlutverk Mélisande í óperunni Pelléas et Mélisande eftir Debussy í leikstjórn Christofs Loy, sem valinn var leikstjóri ársins á Opera Awards.

Fréttin birtist fyrst í menningarhluta Morgunblaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir