Myndir: Halla veitti Tsangari heiðursverðlaun

Halla Tómasdóttir veitti Athinu Rachel Tsangari heiðursverðlaun.
Halla Tómasdóttir veitti Athinu Rachel Tsangari heiðursverðlaun. Ljósmynd/Aðsend

Í gær veitti Halla Tómasdóttir forseti Íslands gríska kvikmyndaleikstjóranum Athinu Rachel Tsangari heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi listræna sýn fyrir hönd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF).

„Tsangari er ein kunnasta kvikmyndagerðarkona Evrópu og virt víða um álfur, svo sem í Bandaríkjunum þar sem hún hefur bæði lært og kennt. Myndum hennar hefur verið lýst sem „sérviskulegum harmleikjum“ og er mannlegt eðli henni sérstaklega hugleikið. Nýjasta mynd hennar HARVEST var í sumar frumsýnt á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og vakti mikið lof og umtal en skipti líka gagnrýnendum í tvær fylkingar,“ segir í tilkynningu frá RIFF.

Halla Tómasdóttir og Hrönn Marinósdóttir.
Halla Tómasdóttir og Hrönn Marinósdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Eftir stutt ávarp til heiðurs Athinu Tsangari, sem Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF flutti, veitti forsetinn verðlaunin. Gestum var að því loknu boðið í spjall þar sem Halla leiddi umræður.

„Rætt var m.a. um samfélagslegt mikilvægi kvikmyndagerðar, framtíð greinarinnar almennt og hvað við Íslendingar gætum hugsanlega gert betur í þeim geira. Margir tóku til máls yfir kaffi og pönnukökum að gömlum íslenskum sið. Var mál manna að forsetanum hefði lukkast vel að skapa huggulega stund þar sem formleg ræðuhöld viku fyrir líflegum og gagnlegu samræðum,“ segir í tilkynningunni.

Meðal gesta á Bessastöðum í gær voru leikstjórar, framleiðendur, blaðamenn og stjórnendur helstu kvikmyndahátíð. Þar á meðal Jonas Akerlund kvikmyndaleikstjóri, Cedric Hervet, listrænn stjórnandi Daft Punk, Otto Rosing kvikmyndaleikstjóri, Ava Cahen, stjórnandi Critics Week hjá Cannes kvikmyndahátíðinni, Elad Smourzik dagskrárstjóri á Berlinale hátíðinni, Tine Klint, eigandi framleiðslufyrirtækisins Level K í Danmörku, Ben Rivers kvikmyndaleikstjóri, Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona og Pat Saperstein ritstjóri hjá Variety.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið særður - það er gott að viðurkenna það. Nú þarftu að fá að sleikja sárin. Engum stendur ógn af metnaði þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Bågstam
3
Lucinda Riley og Harry Whittaker
4
Elly Griffiths
5
Moa Herngren