Davíð er litríkur, íslenskur bassi

Davíð Ragnarsson
Davíð Ragnarsson

Söngvarinn Davíð Ragnarsson hefur fengið góðar umsagnir fyrir frammistöðu sína í konsertuppfærslu á óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart, sem hljómsveitin Neue Philharmonie hefur flutt undanfarið víða um Norður- og Suður-Þýskaland.

Davíð, sem fer með hlutverk Osmans, varðarins í kvennabúrinu, er hrósað í hástert í blaðinu Schwäbische Zeitung fyrir flutning sinn í bænum Bad Buchau fyrir að gera Osmin frábær skil.

„Með sínum volduga, hyldýpissvarta bassa, afgerandi líkamsburðum og útgeislun sinni gerði hann „siguraríuna“ að hápunkti sýningarinnar,“ skrifar rýnir blaðsins, Günther Launert.

Í umfjöllun sama blaðs um uppfærsluna á Brottnáminu í Friedrichshafen skrifar Helmut Voith að það hafi verið „dásamlegt hvernig hinn litríki, íslenski bassi, Davíð Ragnarsson belgdi sig út og hvernig hin litríka úrkaínska sópransöngkona Nataliia Ulasevych í hlutverki hinnar líflegu Blonde stóð í hárinu á honum“.

Neue Philharmonie er hljómsveit, sem stofnuð var til að auka hróður klassískrar tónlistar í Þýskalandi og koma fram í borgum og bæjum þar sem hún er sjaldan á boðstólum.

Nánar er fjallað um frammistöðu Davíðs á menningarsíðum Morgunblaðsins laugardaginn 5. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir