Sögð vera að skilja

Kanye West og Bianca Censori.
Kanye West og Bianca Censori. Skjáskot/Instagram

Rapparinn Kanye West er sagður vera að skilja við eiginkonu sína, arkitektinn Biöncu Censori. Hjónin, sem kynntust síðla árs 2020, gengu í hjónaband í desember 2022. Þau hafa reglulega ratað í fjölmiðla síðustu ár, sérstaklega vegna klæðaburðar Censori.

Slúðurmiðilinn TMZ greindi frá tíðindunum á vefsíðu sinni í gærdag og sagði að hjónabandið væri búið að vera stormasamt síðustu mánuði.

Hjónin eru sögð hafa tilkynnt um ákvörðun sína fyrir nokkrum vikum síðan, en aðeins deilt henni með fólki í þeirra innsta hring.

Að sögn heimildarmanna var það West sem vildi skilja en rapparinn er sagður vilja hefja nýtt líf í Japan.

West var áður kvæntur raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Fyrrverandi hjónin eiga fjögur börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir