Hagþenkir úthlutar 20 milljónum

Styrkþegar í Borgarbókasafninu í Grófinni nú síðdegis.
Styrkþegar í Borgarbókasafninu í Grófinni nú síðdegis. mbl.is/Eyþór

​Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna til ritstarfa hefur verið úthlutað, alls 20 milljónum króna.

Gunnar Þór Bjarnason formaður kynnti styrki Hagþenkis í Borgarbókasafninu í Grófinni nú síðdegis að viðstöddum styrkþegum og úthlutunarráðunum, stjórn Hagþenkis og framkvæmdastýru. Einnig var 1,5 milljónum kr. úthlutað í handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda.

Alls bárust 69 umsóknir um starfsstyrki og þar af hlutu 19 verkefni styrk. Tólf hlutu hæsta styrk eða 1.200.000 kr., tvö 1.000.000, þrjú 800.000 og tvö 700.000 kr. Í úthlutunarráði starfsstyrkja voru Karl Gunnarsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir.

Þá bárust átta umsóknir um handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda og hlutu sex verkefni styrk. Tvö 400.000 kr., þrjú 200.000 kr. og eitt 200.000 kr. en í úthlutunarráði handritstyrkja voru Ísold Uggadóttir, Sigurður Pétursson og Þorvarður Árnason.

Starfsstyrkir til ritstarfa 2024

  • Arnþór Gunnarsson. Ísland – ferðamannaland 1858–1939. Erlendir ferðamenn og ferðaþjónusta í mótun. 1.200.000 kr.
  • Berglind Erna Tryggvadóttir. Íslenskan, allra mál. 1.200.000 kr.
  • Björk Bjarnadóttir. Litla þjóðfræðibóka serían: Inngangur að draugafræðum. 1.200.000 kr.
  • Davíð Hörgdal Stefánsson. Skapandi mengi Jóhanns Jóhannssonar. 1.200.000 kr.
  • Elfar Logi Hannesson. Leiklist á Flateyri. 800.000 kr.
  • Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Orðaspjall - að efla orðforða og hlustunarskilning barna. 1.200.000 kr.
  • Jón Torfason. Útgáfa á Grallaranum frá 1594 sem verður III. bindi Sálmabóka sextándu aldar. 1.200.000 kr.
  • Katrín Ósk Garðarsdóttir. Fjármál í daglegu lífi. 800.000 kr.
  • Kristján Eiríksson. Drangey. 1.000.000 kr.
  • Margrét Gunnarsdóttir. Móðuharðindin í mannlegu ljósi. 800.000  kr.
  • Nanna Kristin Christiansen. Leiðsagnarnám, skref fyrir skref. 1.200.000 kr.
  • Ólafur Engilbertsson. Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. 600.000 kr.
  • Pamela De Sensi Kristbjargardóttir. Í kringum Ísland með FjóluFlautu. 1.200.000 kr.
  • Sigurþór Sigurðsson. Saga bókbands á Íslandi. 600.000 kr.
  • Trausti Ólafsson. Aðferðir og hugmyndir Moreno í leikrænni geðmeðferð. 1.000.000  kr.
  • Valur Gunnarsson. Upprunasögur. 1.200.000 kr.
  • Viðar Hreinsson. Eilífðin sem hvarf: Auðmagn, náttúra og vistkerfi. 1.200.000 kr.
  • Þór Martinsson. Fullveldi þjóðarinnar. 1.200.000 kr.
  • Þórunn Rakel Gylfadóttir. Orðaforði á grunni skáldskapar. 1.200.000 kr.

Handritsstyrkir til fræðslu- og heimildamynda

  • Björn Brynjúlfur Björnsson. Flóttinn frá Kabúl. 200.000 kr.
  • Davíð Hörgdal Stefánsson. A Deal With Chaos. 200.000 kr.
  • Elin Hirst. Íslendingasögur í nútíma ljósi. 200.000 kr.
  • Halldóra Arnardóttir. Afmælishátíð Safnasafnsins við Svalbarðsströnd. 100.000 kr.
  • Haukur Margeir Hrafnsson. Lýrikk. 400.000 kr.
  • Stefán Jón Hafstein. Heimurinn eins og hann er - hvað næst? 400.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku. Treystu innra innsæi, það hefur reynst vel hingað til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths