„Við erum bara að baka köku“

Heather Sincavage er meðal þeirra listamanna sem fremja gjörninga á …
Heather Sincavage er meðal þeirra listamanna sem fremja gjörninga á A! á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

A! gjörningahátíð verður haldin í tíunda sinn á Akureyri dagana 10.-12. október. Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar sem mun vera sú eina sinnar tegundar á Íslandi þar sem einungis er um gjörningalist að ræða úr öllum listgreinum.

Sérstök dómnefnd sá um að velja verk á hátíðina, gjörninga af ýmsu tagi en þátttakendur eru ungir og upprennandi listamenn auk reyndra og þekktra gjörningalistamanna.

Þátttakendur að þessu sinni eru þau Magnús Helgason, Hekla Björt Helgadóttir, Fríða Karlsdóttir, Dustin Scott Harvey, Ashima Prakesh og Éva Berki, Véný Skúladóttir, Christalena Hughmanick, Clare Almere, Henrik Koppen, Kristján Helgason, Guðmundur Steinn Gunnarsson og Birgir Sigurðsson, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, Sarah Aviaja Hammeken, Kraftverk (Anna Kolfinna Kuran, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir og Guðrún Selma Sigurjónsdóttir), Heather Sincavage og Sarah Hammeken.

A! er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Einkasafnsins, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri.

Úr öllum listformum

Guðrún Þórsdóttir er verkefnisstjóri hátíðarinnar og segir skipuleggjendur bæði vilja fá listamenn til sín og senda þá á aðrar hátíðir. „Við viljum í raun fá listamenn til okkar til að næra samfélagið á Akureyri, til að næra listamenn svo þeir nenni að búa þar og kenna börnunum okkar og svo við nennum að búa í myrkrinu og kuldanum á Akureyri, í rauninni. Svo þurfum við að skreppa og sprella á listahátíðum annars staðar. Þannig að þetta er markmiðið,“ segir Guðrún.

Um 25 listamenn eða atriði munu koma fram í bænum á ýmsum viðburðum hátíðarinnar. Af upptalningu á listamönnum, í byrjun þessarar greinar, má sjá að útlendingar eru þar margir, erlendir listamenn.

„Þetta eru svolítið margir og við pössum okkur alltaf á að þeir séu úr öllum listformum, ekki bara „visual art“. Það er þarna fólk úr leikhúslífinu, úr dansheiminum … þannig að við erum mikið að vanda okkur með það,“ segir Guðrún og telur upp að í hópi listamanna séu ungir jafnt sem gamlir, konur og karlar, kvár, trans, vestrænir, austrænir o.s.frv. „Við erum að reyna að hafa þetta eins fjölbreytt og hægt er,“ segir Guðrún.

Viðtalið í heild sinni má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths