Andrew Garfield orðinn einhleypur á ný

Andrew Garfield og Kate Tomas.
Andrew Garfield og Kate Tomas. Samsett mynd

Leikarinn Andrew Garfield og töfralæknirinn Kate Tomas eru hætt saman eftir nokkurra mánaða samband. Fyrrverandi parið opinberaði samband sitt í mars þegar það sást ganga hönd í hönd í Malibu að loknum kvöldverði á franska veitingastaðnum Zinqué.

Töfralæknirinn staðfesti sambandsslitin í athugasemdakerfinu á Instagram nýverið og viðurkenndi þar að parið hefði hætt saman fyrir nokkru.

Tomas, sem er einnig atvinnunorn, greindi frá því í hlaðvarpsþætti sínum í sumar að hún hefði neyðst til að taka vinsæl tælinganámskeið sín úr sölu vegna ásakana um að hún hefði lagt álög á Hollywood-leikarann. Hún þvertók fyrir það.

Garfield, best þekktur fyrir hlutverk sín í Spiderman, The Social Network og Tick, Tick... Boom!, hef­ur verið sér­lega vin­sæll meðal kven­pen­ings­ins síðustu ár og átt í ástarsamböndum við leikkonurnar Emmu Stone og Phoebe Dynevor sem og söngstjörnuna Ritu Ora.

Leikarinn hefur ekki tjáð sig um sambandsslitin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir