Fyrrverandi barnastjarna segist sakna svallveislna Combs

Margir muna eftir Bow Wow úr kvikmyndinni Honey frá árinu …
Margir muna eftir Bow Wow úr kvikmyndinni Honey frá árinu 2003. Skjáskot/IMDb

Fyrr­ver­andi barna­stjarn­an Shad Greg­ory Moss, best þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Bow Wow, var gest­ur í banda­ríska hlaðvarpsþætt­in­um More to the Story nú á dög­un­um og ræddi meðal ann­ars um upp­lif­un sína af svall­veisl­um tón­list­ar­manns­ins Sean Combs, einnig þekkt­ur sem P. Diddy.

Bow Wow, sem var tíður gest­ur í veisl­um rapp­ar­ans, sagðist þegar sakna svall­veisln­anna og viður­kenndi að ákveðið tóma­rúm hafi nú mynd­ast í Hollywood, en veisl­ur Combs löðuðu til sín skær­ustu stjörn­ur heims. 

Þar má nefna nöfn eins og Leon­ar­do DiCaprio, Just­in Bie­ber, Beyoncé, Jay-Z, Jenni­fer Lopez og Asht­on Kutcher.

Bow Wow, sem er 37 ára gam­all og best þekkt­ur fyr­ir lagið That's My Name, sagði hand­töku rapp­ar­ans marka enda­lok ákveðins tíma­bils í Hollywood og lýsti Combs sem sann­kölluðum hliðar­verði áfeng­is, svalls og góðra stunda.

Hann hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir um­mæli sín sem flest­um finn­ast óviðeig­andi í ljósi viðburða síðustu vikna.

Combs var hand­tek­inn í New York um miðjan sept­em­ber og ákærður í kjöl­farið fyr­ir fjár­kúg­un og kyn­lífsþrælk­un. Rétt­ar­höld yfir tón­list­ar­mann­in­um munu hefjast þann 5. maí á næsta ári og mun Combs sæta gæslu­v­arðhaldi fram að rétt­ar­höld­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Um morguninn dregurðu eina ályktun, en um kvöldið kemstu að allt annari niðurstöðu. Svarið við spurningunni um tilvistarkreppuna gæti verið að finna í nýju áhugamáli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Um morguninn dregurðu eina ályktun, en um kvöldið kemstu að allt annari niðurstöðu. Svarið við spurningunni um tilvistarkreppuna gæti verið að finna í nýju áhugamáli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir