Fyrrverandi barnastjarna segist sakna svallveislna Combs

Margir muna eftir Bow Wow úr kvikmyndinni Honey frá árinu …
Margir muna eftir Bow Wow úr kvikmyndinni Honey frá árinu 2003. Skjáskot/IMDb

Fyrrverandi barnastjarnan Shad Gregory Moss, best þekktur undir listamannsnafninu Bow Wow, var gestur í bandaríska hlaðvarpsþættinum More to the Story nú á dögunum og ræddi meðal annars um upplifun sína af svallveislum tónlistarmannsins Sean Combs, einnig þekktur sem P. Diddy.

Bow Wow, sem var tíður gestur í veislum rapparans, sagðist þegar sakna svallveislnanna og viðurkenndi að ákveðið tómarúm hafi nú myndast í Hollywood, en veislur Combs löðuðu til sín skærustu stjörnur heims. 

Þar má nefna nöfn eins og Leonardo DiCaprio, Justin Bieber, Beyoncé, Jay-Z, Jennifer Lopez og Ashton Kutcher.

Bow Wow, sem er 37 ára gamall og best þekktur fyrir lagið That's My Name, sagði handtöku rapparans marka endalok ákveðins tímabils í Hollywood og lýsti Combs sem sannkölluðum hliðarverði áfengis, svalls og góðra stunda.

Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín sem flestum finnast óviðeigandi í ljósi viðburða síðustu vikna.

Combs var handtekinn í New York um miðjan september og ákærður í kjölfarið fyrir fjárkúgun og kynlífsþrælkun. Réttarhöld yfir tónlistarmanninum munu hefjast þann 5. maí á næsta ári og mun Combs sæta gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir