Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta

Anne Hathaway er afburðagóð söngkona.
Anne Hathaway er afburðagóð söngkona. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta til heiðurs Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, á viðburðinum Broadway for Harris á mánudag.

Hathaway steig á svið og flutti Queen-slagarann Somebody to Love líkt og hún gerði í kvikmyndinni Ella Enchanted frá árinu 2004.

Viðburðurinn sem haldinn var til stuðnings forsetaframboði Harris var stjörnum prýddur. Meðal þeirra sem stigu á svið voru Whoopi Goldberg, Audra McDonald, Billy Porter, Kristin Chenoweth, Jesse Tyler Ferguson og Hathaway sem öll þöndu raddir sínar og hvöttu Bandaríkjamenn til að kjósa Harris til embættis forseta.

Flutningur Hathaway sló í gegn hjá viðstöddum og voru margir sem deildu myndskeiði af honum á samfélagsmiðlasíðunum Instagram og TikTok.

Hathaway er afburðagóð söngkona og hreppti meðal annars Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Les Misérables árið 2013. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir