Treysti sér ekki til að setjast í dómarastólinn eftir sorgartíðindi gærdagsins

Simon Cowell hefur ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu.
Simon Cowell hefur ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu. Samsett mynd

Áheyrnarprufum fyrir nýjustu þáttaröð Britain’s Got Talent hefur verið frestað vegna óvænts andláts breska tónlistarmannsins Liam Payne.

Simon Cowell, einn af dómurum hæfileikakeppninnar, treysti sér ekki til að setjast í dómarastólinn eftir sorgartíðindi gærdagsins, en Cowell var mikill vinur Payne og á heiðurinn af stofnun strákahljómsveitarinnar One Direction.

Allir fimm meðlimir sveitarinnar mættu í áheyrnarprufur í The X Factor árið 2010 og sýndu sönghæfileika sína, þá sem sólósöngvarar, en komust ekki langt. Cowell tók þá til sinna ráða og ákvað að mynda strákahljómsveit sem varð fljótt ein sú allra vinsælasta í heiminum.

Það var breska miðasölufyrirtækið Applause Store sem deildi færslu á samfélagsmiðlasíðunni X og greindi frá því að áheyrnarprufur sem áttu að fara fram í borginni Blackpool í dag hefðu verið frestað.

Cowell hefur ekki tjáð sig opinberlega um andlát Payne.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar ráðstafanir varðandi heilsu þína og ekki draga það of lengi. Það er í góðu lagi að gera lítið sem ekkert í einhvern tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar ráðstafanir varðandi heilsu þína og ekki draga það of lengi. Það er í góðu lagi að gera lítið sem ekkert í einhvern tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir