„Erum bæði með fiðring í maganum“

Víkingur Heiðar segir óvenjulega spennu í loftinu yfir þessum tónleikum.
Víkingur Heiðar segir óvenjulega spennu í loftinu yfir þessum tónleikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir af færustu píanóleikurum samtímans, Víkingur Heiðar Ólafsson og hin kínverska Yuja Wang, koma saman í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöld, 20. október, kl. 20. Þar munu þau leika ýmis verk fyrir tvo píanista, bæði fjórhent og á tvo flygla.

Aukatónleikum hefur verið bætt við daginn eftir, mánudaginn 21. október, og enn má fá miða á þá tónleika.

„Við erum mjög afgerandi persónuleikar og ég held að við séum bæði með pínulítinn fiðring í maganum yfir þessu öllu,“ segir Víkingur þegar hann er spurður út í samstarfið fram undan. Hvorugt þeirra hafi áður haldið tónleika af þessu tagi, þar sem leikið er á tvo flygla.

Yuja Wang er ein skærasta stjarna klassíska tónlistarheimsins.
Yuja Wang er ein skærasta stjarna klassíska tónlistarheimsins. Ljósmynd/Aðsend

„Það er óvenjuleg spenna í loftinu hjá okkur. Það er meiri óvissa en við erum vön. Það er ekkert grín að deila einum flygli. En mest af þessu er auðvitað á tvo flygla, flyglana tvo í Hörpu. Þetta er einstakt tækifæri til að heyra í þeim.“ 

Snýst ekki um hvort spilar betur

„Maður ræður svolítið hvernig maður lítur á þetta. Maður getur litið á þetta sem einhvers konar einvígi en ég hef engan áhuga á því. Þetta snýst ekki um hvort okkar spilar betur heldur um að lyfta hvort öðru upp,“ segir Víkingur.

„Það að spila á tvo flygla er list þess að ögra en líka list örlætisins. Stundum er samtal tveggja einstaklinga það áhugaverðasta í listinni.“

Viðtalið í heild má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins fimmtudaginn 17. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir