Liam Payne rekinn stuttu fyrir andlátið

Liam Payne lést aðeins 31 árs að aldri í Buenos …
Liam Payne lést aðeins 31 árs að aldri í Buenos Aires á miðvikudag. mbl.is/AFP

Útgáfufyrirtækið Universal Music er sagt hafa rekið Liam Payne aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hans.

Payne hafði verið á samningi hjá Capitol Records, dótturfyrirtæki Universal, frá júlí 2016 eftir að liðsmenn strákasveitarinnar One Direction ákváðu að fara hver í sína átt.

Universal birti yfirlýsingu á Instagram-reikningi fyrirtækisins í gærkvöldi og kváðust harmi slegin yfir fregnunum af dauða Payne.

Söngvarinn gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2019 en seinni plata hans hafði verið í bígerð er Universal sagði honum upp. Á almannatengill hans einnig að hafa sagt upp nokkrum dögum fyrir andlátið samkvæmt The Daily Mail.

Gagnrýndur fyrir ofbeldishegðun

Payne hef­ur talað op­in­skátt um áfeng­is­vanda sinn og erfiðleika tengdu því að skjótast upp á stjörnuhimininn ungur að aldri.

Skömmu fyr­ir and­látið sætti hann mikilli gagn­rýni á sam­fé­lags­miðlum eftir að fyrrverandi sam­býl­is­kona hans, Maya Henry, hóf að tjá sig um samband þeirra og ofbeldisfulla hegðun hans í hennar garð.

Greint var frá því á miðvikudagskvöld að Payne væri látinn aðeins 31 árs að aldri eftir fall af svölum á hóteli í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. 

Starfsfólk hafði áhyggjur

Hefur síðar komið á daginn að áhyggjufullt starfsfólk hótelsins hringdi á neyðarlínuna vegna áhyggna af Payne vegna ástands hans.

Arg­entísk­ir miðlar greindu frá því að hót­el­stjór­inn hefði hringt í neyðarlín­una og til­kynnt gest sem væri „á fíkni­efn­um og að eyðileggja her­bergið“.

Kvaðst hótelstjórinn hafa áhyggj­ur af því að á her­bergi gests­ins væru sval­ir og að gest­ur­inn myndi gera eitt­hvað sem myndi stefna lífi hans í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir