Slasaðist illa á kynfærasvæðinu

Bókin kom út þann 8. október síðastliðinn.
Bókin kom út þann 8. október síðastliðinn. Ljósmynd/AFP

Stórleikarinn Al Pacino opnar sig upp á gátt í nýrri sjálfsævisögu, titluð Sonny Boy. Leikarinn segir meðal annars frá því þegar hann slasaðist illa á kynfærasvæðinu sem ungur drengur. Pacino, sem er 84 ára, segir atvikið hafa plagað hann í mörg ár. 

Óhappið átti sér stað í Bronx-hverfinu í New York árið 1950, eða þegar Pacino var tíu ára gamall. Leikarinn var að ganga ofan á grindverki þegar honum skrikaði fótur, en það varð til þess að hann datt og meiddist á typpinu. 

„Ég var að ganga eftir mjórri járngirðingu, lét sem ég væri að dansa á reipi. Það hafði rignt um morguninn sem varð til þess að ég rann og datt niður á járngirðinguna sem lenti beint á milli læranna á mér,“ skrifar Pacino sem hrundi í jörðina kveinandi úr sársauka.

Settu upp skelfingarsvip

Eldri maður sem átti leið fram hjá Pacino hjálpaði honum á fætur og fylgdi honum að heimili frænku hans. Þar tóku á móti honum móðir hans, amma og frænka, sem skiptust á, að sögn leikarans, að skoða og pota í typpi hans í hálfgerðu hræðslukasti. 

„Ég hugsaði með mér: „Guð, taktu mig burt,“ á meðan ég hlustaði á þær hvísla í eyru hvor annarrar þegar þær stóðu yfir mér með skelfingarsvip.“

Pacino, sem segir þetta vera eitt skammarlegasta augnablik lífs síns, hlaut þó engan varanlegan skaða af óhappinu. Leikarinn er í dag fjögurra barna faðir og var hann 83 ára gamall þegar yngsti sonur hans kom í heiminn á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir