„Spenntur fyrir komandi tímum“

Lagið var gefið út í dag.
Lagið var gefið út í dag. Ljósmynd/Jóndís Inga Hinriksdóttir

„Ég myndi segja að þetta væri svona ástarpopplag um einstaklinga sem eru búnir að vera saman í einhvern tíma og átta sig á því að þau séu helvíti góð saman,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson, sem gaf í dag út lagið Með þig á heilanum sem er hans fyrsta lag sem sólólistamaður.

Áður hefur Ágúst verið söngvari í hljómsveitinni Færibandinu en hefur síðan í febrúar staðið söngvaktina með Stuðlabandinu.

Í samtali við mbl.is segist Ágúst hafa hætt í dagvinnu sinni til að einblína á að geta lifað á tónlistinni.

„Ég var bara eins og allir aðrir í átta til fjögur vinnu,“ segir söngvarinn, sem er alinn upp á Húsavík en býr á Akureyri.

„Svo kom þetta upp í febrúar í ár að Magnús Kjartan söngvari Stuðlabandsins veiktist. Þá heyrði Stuðlabandið í mér og leyfði mér að taka smá svona „trial-gigg“ með þeim og svo buðu þeir mér að koma inn í bandið á meðan veikindi Magnúsar myndu ganga yfir.“

Ágúst hefur sungið með Stuðlabandinu síðan í febrúar í fjarveru …
Ágúst hefur sungið með Stuðlabandinu síðan í febrúar í fjarveru Magnúsar Kjartans Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson

Næsta skref að gefa út eigin tónlist

Þó að tækifærið hafi verið frábært kom þó snemma í ljós að það yrði erfitt Ágúst að sinna vinnu sinni fyrir norðan á meðan hann tróð upp með Stuðlabandinu sem var að mestu fyrir sunnan. Þá hafi álagið komið sérstaklega í ljós þegar sumarið fór að ganga í garð.

„Við erum að spila bara helgi eftir helgi. Í hjarta Hafnarfjarðar og svo beint á Lopapeysuna, Írska daga, Kótelettuna, Þjóðhátíð og síðan allar hljómsveitaræfingarnar og undirbúningurinn, þá var bara ekki séns að fara að vinna frá átta til fjögur hér á Akureyri alla virka daga og reyna að tvinna þessu saman.

Ég ákvað að taka þessa setningu sem ég er búinn að segja örugglega milljón sinnum – „fake it till you make it“.“

Segist Ágúst því hafa hætt í vinnunni til að reyna að lifa á tónlistinni.

„[...] sem er búið að ganga mjög vel hingað til og næsta skref einmitt að gefa út mína eigin tónlist.“
Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson

Tvíburabróðirinn fyllti í skarðið

Söngvarinn mun þó hafa nóg á sinni könnu en hann er enn á fullu með Stuðlabandinu. Þá hefur hann einnig verið í hljómsveitinni Færibandinu sem spilaði einmitt á Þjóðhátíð í ár hvorki meira né minna en þrjá daga í röð.

Hann segir það ekki hafa verið vandamál fyrir Færibandið að leysa hann af hólmi er tækifærið með Stuðlabandinu kom upp. Það vill svo til að Ágúst er eineggja tvíburi og spilar bróðir hans, Rúnar, á trommur með bandinu.

„Þegar ég fer yfir í Stuðlabandið þá tókum við bara ákvörðun að Rúnar bróðir, sem er nákvæmlega eins og ég, myndi gerast söngvari Færibandsins á meðan.

Ég er helvíti oft búinn að fá einhverjar setningar þegar ég er einhvers staðar annars staðar með Stuðlabandinu að ég hafi verið góður með Færibandinu um helgina. Þá er það bara Rúnar bróðir.“

Þeir eru fáir sem fá þann heiður að syngja dúett …
Þeir eru fáir sem fá þann heiður að syngja dúett með Siggu Beinteins. Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson

Von á plötu

Ágúst segist spenntur fyrir laginu, það hafi verið samið af Fannari Frey Magnússyni, og segir því hafa verið lýst sem ekta útvarpslagi.

Nefnir hann einnig að hann sé með mörg önnur lög í vinnslu þannig von er á plötu frá honum á næsta ári.

„Ég er „Spenntur fyrir komandi tímum“ með öll þessi verkefni. Halda bara áfram í að komast á toppinn.“

Lagið Með þig á heilanum má finna á Spotify.

Ágúst og Dilja Pétursdóttir söngkona sem einnig leiðir Stuðlabandið í …
Ágúst og Dilja Pétursdóttir söngkona sem einnig leiðir Stuðlabandið í fjarveru Magnúsar. Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar ráðstafanir varðandi heilsu þína og ekki draga það of lengi. Það er í góðu lagi að gera lítið sem ekkert í einhvern tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar ráðstafanir varðandi heilsu þína og ekki draga það of lengi. Það er í góðu lagi að gera lítið sem ekkert í einhvern tíma.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir