Laufey mætir á hvíta tjaldið

Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl verður sýnd …
Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum um heim allan. Ljósmynd/AMY SUSSMAN

Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir mætir á hvíta tjaldið í desember. Greindi hún frá því á Instagram-síðu sinni rétt í þessu.

Tónleikar Laufeyjar Línar sem haldnir voru í Hollywood Bowl í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í útvöldum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. Tónlistarkonan steig á svið ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Los Ang­eles og lék fyrir þúsundir manna.

„Ég trúi því ekki að þetta sé raunverulegt… Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl er væntanleg í kvikmyndahús og IMAX® um allan heim, með takmarkaðar sýningar sem hefjast 6. desember. Miðar fara í sölu 30. október!,“ skrifaði Laufey Lín við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Árið hef­ur verið fjöl­breytt og viðburðaríkt hjá ís­lensku tón­list­ar­kon­unni.

Hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í byrj­un árs, gekk mynt­ug­ræna dreg­il­inn á Met Gala-viðburðinum í maí og hef­ur selt upp á hverja tón­leik­ana á fæt­ur öðrum víðs veg­ar um heim­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir