Laufey mætir á hvíta tjaldið

Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl verður sýnd …
Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum um heim allan. Ljósmynd/AMY SUSSMAN

Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir mætir á hvíta tjaldið í desember. Greindi hún frá því á Instagram-síðu sinni rétt í þessu.

Tónleikar Laufeyjar Línar sem haldnir voru í Hollywood Bowl í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í útvöldum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. Tónlistarkonan steig á svið ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Los Ang­eles og lék fyrir þúsundir manna.

„Ég trúi því ekki að þetta sé raunverulegt… Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl er væntanleg í kvikmyndahús og IMAX® um allan heim, með takmarkaðar sýningar sem hefjast 6. desember. Miðar fara í sölu 30. október!,“ skrifaði Laufey Lín við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Árið hef­ur verið fjöl­breytt og viðburðaríkt hjá ís­lensku tón­list­ar­kon­unni.

Hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í byrj­un árs, gekk mynt­ug­ræna dreg­il­inn á Met Gala-viðburðinum í maí og hef­ur selt upp á hverja tón­leik­ana á fæt­ur öðrum víðs veg­ar um heim­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir