Mette-Marit komin í veikindaleyfi

Mette-Marit mun ekki sinna konunglegum skyldum í bili.
Mette-Marit mun ekki sinna konunglegum skyldum í bili. Ljósmynd/AFP

Norska krónprinsessan Mette-Marit er komin í veikindaleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norsku hirðinni.

Er ástæðan sögð vera erfiðar aukaverkanir vegna lyfjanotkunar, en krónprinsessan er á lyfjum vegna lungnasjúkdóms.

Mette-Marit var greind með krónískan lungnasjúkdóm, lungnatrefjun (e. pulmonary fibrosis), í október 2018. Sjúkdómurinn veldur óþarfri vefjamyndun í lungunum sem leiðir af sér að það dregur úr teygjanleika lungnablaðranna með tilheyrandi öndunarerfiðleikum.

Mette-Marit hefur verið undir álagi síðustu mánuði en sonur krónprinsessunnar, Marius Borg Høi­by, var handtekinn í ágúst fyrir líkamsárás og aftur í september fyrir að brjóta nálgunarbann gegn fyrrverandi kærustu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir