Norðmaður hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Niels Fredrik Dahl frá Noregi hefur hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir …
Niels Fredrik Dahl frá Noregi hefur hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Ljósmynd/Árni Beinteinn

Rithöfundurinn Niels Fredrik Dahl frá Noregi hefur hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Í rökstuðningi dómnefndar segir að höfundurinn hafi skapað djúpa og sérstæða skáldsögu um glataðan tíma og rök eftirsjárinnar. 

Fars rygg segir sögu sonar sem reynir að skilja föður sinn með hjálp þeirra bréfa, teikninga og ljósmynda sem hann skildi eftir sig. 

Þá hefur rithöfundurinn Jakob Martin Strid hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Den fantastiske bus.

Hvorug bókanna hefur verið þýdd yfir á íslensku. 

Einmannaleiki sem erfist á milli kynslóða

Rökstuðningur dómnefndarinnar segir skáldsögu Dahl sýna hvernig einmanaleiki erfist á milli kynslóða og hvernig erfitt sé að átta sig á hvað móti eigin ævi og sögu. 

Frásögn bókarinnar teygir sig yfir heimsálfur og áratugi, stríð og heimsvaldastefnu. Dómnefndin segir bókina leiða í ljós hvernig minni sem einkennist af gloppum og lausum endum sé, þegar uppi er staðið, það eina sem við höfum við að styðjast þegar við reynum að átta okkur á fortíðinni. 

Ekið beint í hjörtu lesenda 

Dómnefndin segir bókina Den fatastiske bus vera magnaða frásögn um mikilvægi hugmyndaflugsins og vináttunnar.

Jakob Martin Strid varði fimmtán árum í verkið sem lýsir 18.500 hestafla farartæki sem ekur beint inn í hjörtu lesenda segir í rökstuðningi dómnefndarinnar.

Sagan segir frá Taku, litlum gráum bangsastrák sem reynir að bjarga Timo vini sínum úr vanda. Á leiðinni svífur Taku á þeysireiðinni ofar norðurljósum, norðurpólnum, túndrunni og Hinsta landinu, þar sem Taku og félagar hans rekast á yfirgefið kjarnorkuver og ógeðfelldan kolkrabbaeinræðisherra sem þvingar börn til að láta af hendi afmælisgjafir sínar.

Dómnefndin segir undirtón bókarinnar anarkískan, húmanískan og andkapítalískan. 

Strid hefur áður verið tilnefndur til verðlaunanna árið 2018 fyrir verkið Da Mumbo Jumbo blev kæmpestor. 

Rithöfundurinn Jakob Martin Strid hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir …
Rithöfundurinn Jakob Martin Strid hlotið barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Den fantastiske bus. Ljósmynd/Árni Beinteinn
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir