Þekktir leikarar í tökum við Höfða

Tökur á kvikmyndinni Reykja­vik: A Cold War Saga fara fram …
Tökur á kvikmyndinni Reykja­vik: A Cold War Saga fara fram í Höfða. mbl.is/Árni Sæberg

Tökur á kvikmyndinni Reykjavik: A Cold War Saga í hinu sögufræga húsi Höfða voru í fullum gangi í morgun.

Hópur frakkaklæddra leikara sást að störfum fyrir utan húsið, auk þess sem þjóðfánar Bandaríkjanna, Íslands og Sovétríkjanna sálugu blöktu við hún. Þar var einnig svartur eðalvagn til taks. 

Kvik­mynda­leik­ar­arn­ir Jeff Daniels (The Martian og Dumb and Dum­ber) og Jared Harris (Cherno­byl og Mad Men) fara með aðahlut­verk mynd­ar­inn­ar. Daniels sem Ronald Reag­an, fyrr­verandi for­seti Banda­ríkj­anna, og Harris sem Mik­haíl Gorbatsjov, leiðtogi Sov­ét­ríkj­anna.

Þjóðfánar Bandaríkjanna, Íslands og Sovétríkjanna blöktu við hún.
Þjóðfánar Bandaríkjanna, Íslands og Sovétríkjanna blöktu við hún. mbl.is/Árni Sæberg

Þá fer Ósk­ar­sverðlauna­haf­inn J.K. Simmons með hlut­verk George Shultz, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna.

Leiðtoga­fund­ur­inn í Höfða markaði djúp spor í heims­sög­una, en fyr­ir 38 árum, þann 11. októ­ber 1986, hitt­ust þeir Reag­an og Gor­batsjov og funduðu dag­ana 11.-12. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir