Beyoncé og Willie Nelson munu stíga á stokk á kosningafundi Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, í Texas í Bandaríkjum á morgun.
Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Heimildarmenn staðfesta þetta við CBS en viðburðurinn verður haldinn í borginni Houston sem er heimabær Beyoncé.
Harris spilar oft lag Beyoncé Freedom á kosningafundum en söngkonan hefur hingað til ekki komið fram á kosningafundi með Harris. Bæði Beyoncé og Willie Nelson hafa í um árabil lýst yfir stuðningi við frambjóðendur demókrata.
Harris heldur kosningafundinn ásamt Colin Allred, frambjóðanda demókrata í öldungadeildina, en hann er í hörkubaráttu við sitjandi öldungadeildarþingmann, Ted Cruz.
Athygli vekur að Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, verður líka í Texas á morgun til þess að mæta í hlaðvarpsþátt Joe Rogans.