Ástralskur breikdansari óþekkjanlegur á forsíðu tímarits

Hin ástralska Rachael Gunn, betur þekkt sem Raygun, vakti mikla …
Hin ástralska Rachael Gunn, betur þekkt sem Raygun, vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í París. AFP

Ástralski breikdansarinn Raygun eða Rachael Gunn prýðir forsíðu tímaritsins Stellar og sýnir algjörlega nýtt útlit. Forsíðu tímaritsins var deilt á Instagram á dögunum. Á henni skartar Raygun dökkrauðum varalit, klædd í bláan síðkjól með víðum ermum og klauf. Hárið er strekkt upp í hátt tagl og útlitið toppað með svörtum hælaskóm.

Við gulan bakgrunn tyllir breikdansarinn höndum á mjaðmir og horfir ögrandi í myndavélina með fyrirsögninni „Hvað gerir Raygun næst?“

Ástralski breikdansarinn Raygun eða Rachael Gunn sýnir nýtt útlit á …
Ástralski breikdansarinn Raygun eða Rachael Gunn sýnir nýtt útlit á forsíðu Stellar. Instagram/Skjáskot

Raygun keppti fyrir hönd Ástrala í breikdansi á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún klæddist íþróttagalla sem minnti frekar á krikketbúning fremur en klæðnað fyrir breikdans eins og segir á vef Dailymail.

Í atriði sínu hoppaði hún um eins og kengúra og renndi sér um gólfið eins og snákur við litla hrifningu dómara. Raygun endaði með lakasta frammistöðu samanborið við mótherja sína en þrátt fyrir það má segja að hún hafi vakið heimsathygli.

Myndbönd af dansi Raygun fóru eins og eldur í sinu um netið og gert var grín að hreyfingum hennar í þáttum eins og The Tonight Show með Jimmy Fallon.

Nú hefur Raygun hlotið nýja viðurkenningu sem hrekkjavökuskreyting á grasflötum Ástrala. Hafa sumir tekið upp á því að stilla upp beinagrind í dansstellingum kenndum við Raygun og í klæðnaði svipuðum þeim sem hún var í á Ólympíuleikunum.

Dailymail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir