Söngvarinn kunni Helgi Björnsson eða Helgi Björns fagnaði fjörutíu árum í íslensku tónlistarlistarlífi í Hofi á Akureyri síðastliðinn föstudag.
Helgi tók lög allt frá tíma sínum með hljómsveitinni Grafík til dagsins í dag.
Að sögn sjónarvotta var húsið nánast fullt og góð stemming við lýði.
Helgi heldur fögnuðinum áfram í næsta mánuði þegar hann flytur tónleikaferðalagið í Hörpu og efnir til þriggja tónleika. Einir tónleikar verða föstudaginn 22. nóvember og tveir laugardaginn 23. nóvember.