Húsið selt einu ári eftir andlátið

Matthew Perry fannst látinn þann 28. október í fyrra.
Matthew Perry fannst látinn þann 28. október í fyrra. AFP/Chris Delmas

Glæsihýsi Matthew Perry heitins í Los Angeles hefur verið selt, einu ári eftir að hann fannst látinn í heitum potti á heimilinu. Húsið var ekki auglýst til sölu og selt í skúffunni eins og sagt er.

Nýr eigandi er Anita Verma Lallian, kvikmyndaframleiðandi og fasteignabraskari. Lallian greiddi ríflega einn milljarð íslenskra króna fyrir eignina, að sögn Los Angeles Times. Friends-leikarinn festi kaup á húsinu í júní 2020 og greiddi 850 milljónir króna.

Húsið stendur á 3.500 fm eignarlóð og hefur að geyma fjögur svefnherbergi, fallegt opið rými, eldstæði og glæsilegt útisvæði.

Perry lést þann 28. október í fyrra, 54 ára að aldri.

Morð- og ránrannsóknardeild lögreglunnar í Los Angeles hefur haft málið til rannsóknar síðustu mánuði, en fimm manns voru ákærðir í tengslum við andlát Friends-leikarans í ágúst, þ.á.m. aðstoðarmaður leikarans til margra ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir