Bandaríski leikarinn Armie Hammer vinnur nú hörðum höndum að því að koma sér aftur í sviðsljósið eftir nokkuð erfið ár.
Leikarinn, best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Call Me by Your Name, The Social Network og Death on the Nile, flúði til Cayman-eyja árið 2022 í kjölfar ásakana um kynbundið ofbeldi, mannát og blóðdrykkju.
Hammer, 38 ára, ætlar nú að leiðrétta alvarlegar ásakanir í hans garð í nýjum hlaðvarpsþætti, The Armie HammerTime Podcast, en fyrsti þátturinn fór í loftið í gær, mánudaginn 28. október.
Í þættinum ræddi hann meðal annars um ásakanir um mannát og gerði óspart grín að þeim.
„Ég ætla ekki að ljúga, mér líkar þetta. Ég segi bara eins og er: „Hei, ég er mannæta.“
Hammer auglýsti hlaðvarpsþáttinn á Instagram-síðu sinni örfáum klukkustundum áður en hann fór í loftið og sagði að fólk ætti eftir að elska hann eða hata.