LeBlanc undir vökulu auga mótleikara

Félagarnir á góðri stund.
Félagarnir á góðri stund. Skjáskot/Pinterest

Vinir bandaríska leikarans Matt LeBlanc eru sagðir áhyggjufullir vegna andlegrar heilsu hans.

LeBlanc, sem sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Joey Tribbiani í gamanþættinum Friends, hefur að sögn heimildamanna einangrað sig frá umheiminum í kjölfar andláts Matthew Perry sem lést þann 28. október í fyrra af völdum of stórs skammts af ketamíni.

LeBlanc og Perry, sem fór með hlutverk hins ástkæra Chandler Bing, léku bestu vini í tíu ár í hinum sívinsæla gamanþætti og voru einnig góðir félagar í raunheimum.

Leikarinn, sem er 57 ára, hefur lítið sést opinberlega síðustu mánuði og fór síðast með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Man with a Plan sem hætti göngu sinni árið 2020.

Góðvinkonur LeBlanc, leikkonurnar Jennifer Aniston og Courtney Cox, eru sagðar hafa vakandi auga með honum þar sem leikarinn sé enn að takast á við sorgina.

Stöllurnar eyða víst miklum tíma á heimili LeBlanc, sérstaklega Aniston, sem hefur reynst leikaranum mjög mikilvægur stuðningur á síðustu tólf mánuðum.

LeBlanc hefur ekki uppfært Instagram-reikning sinn frá því að Perry lést, en síðasta færsla leikarans er hjartnæm minningarkveðja sem hann birti þann 23. nóvember í fyrra.

View this post on Instagram

A post shared by Matt LeBlanc (@mleblanc)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir