Maðurinn sem setti samfélagsmiðla á hliðina kominn í framboð

Ívar Orri setti samfélagsmiðla heldur betur á hliðina þegar hann …
Ívar Orri setti samfélagsmiðla heldur betur á hliðina þegar hann byrjaði að deila myndskeiðum af sér að borða óeldaðan mat. Samsett mynd

Ívar Orri Ómarsson, maðurinn sem vakti athygli landsmanna fyrr á árinu vegna sérkennilegrar mataráskorunar sem fólst í því að borða einungis óeldaðan mat í fjórar vikur, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi þingkosningar.

Þann 14. febrúar síðastliðinn birtist viðtal á mbl.is við Ívar Orra þar sem hann ræddi meðal annars um mataráskorunina og útskýrði hvað lá að baki henni.

„Megin­á­stæðan fyr­ir því að ég ákvað að taka þess­ari áskor­un er sú að fyr­ir fimm árum þá greind­ist ég með syk­ur­sýki I. Ég hef verið á fullu að lesa mig til og prófa hina ýmsu hluti, eins og mis­mun­andi mataræði, í leit að lækn­ingu,“ sagði Ívar sem var þrítug­ur þegar hann greind­ist eft­ir að hafa upp­lifað mikla van­líðan.

Ívar ákvað að nýta sér áskor­un­ina til að auka lífs­gæði sín. „Áskor­un­in felst í því að borða ekk­ert nema óeldaðan mat í heil­an mánuð til að sjá hvort það hafi ein­hver veiga­mik­il áhrif á mig. Ég fylg­ist grannt með blóðsykr­in­um og mæli hann reglu­lega yfir dag­inn ásamt því að skoða insúlínþörf mína á hrá­fæðismataræðinu. Ég ber mæl­ing­arn­ar síðan sam­an við þær sem ég hef fengið úr „hefðbundna“ dag­lega mataræðinu,“ sagði Ívar sem skoðaði einnig and­lega og lík­am­lega líðan, melt­ingu, svefn­gæði og fleira.

„Það er kominn tími á róttækar breytingar“

Ívar Orri tilkynnti um framboð sitt á samfélagsmiðlasíðunni Instagram nú á dögunum og viðurkenndi meðal annars að hafa óbeit á stjórnmálum og engan áhuga á að sitja á Alþingi. 

„Það er kominn tími á róttækar breytingar. En hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Ef maður vill breytingar þá þarf maður sjálfur að taka í taumana og axla ábyrgð á eigin lífi. Að því sögðu hef ég ákveðið að ég ætla að gera meira en bara kvarta á samskiptamiðlum. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef óbeit á stjórnmálum og hef engan áhuga á því að sitja á Alþingi. En í ljósi alvarleika aðstæðna þá sé ég engan annan kost en að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum fyrir samfélagið mitt sem ég elska svo heitt,“ skrifaði hann meðal annars við færsluna.

Lýðræðisflokkurinn er nýr og var stofnaður af Arnari Þór Jónssyni, sem bauð sig fram til forseta fyrr á árinu.

Í nýj­ustu könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið mæl­dist flokk­ur­inn með rétt um 1% fylgi.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson