Sonur Kim K. hæddist að forsetaframbjóðanda

Netverjar deila vangaveltum um hvort Kim Kardashian hafi staðið á …
Netverjar deila vangaveltum um hvort Kim Kardashian hafi staðið á bak við prakkarastrik sonar síns. Samsett mynd/Instagram

YouTu­be-reikn­ingi Saint West, son­ar Kim Kar­dashi­an og Kanye West, var lokað eft­ir að hann birti skop­mynd­band til að hæða Kamölu Harris.

YouTu­be-reikn­ing­ur hins átta ára gamla West var opnaður í sept­em­ber með not­end­a­nafn­inu @TheGoat­Saint. Ekki er leng­ur hægt að nálg­ast efni á reikn­ingi hans vegna téðs skop­mynd­bands.

Í mynd­band­inu blót­ar teikni­mynda­per­sóna því í sand og ösku að hún hafi stigið í skít. Und­ir skó teikni­mynda­per­són­unn­ar hef­ur verið klippt inn mynd af Harris. Skjá­skoti af Harris und­ir skón­um var í kjöl­farið dreift víða á net­inu. 

Harris undir skó teiknimyndapersónu í skopmyndbandi.
Harris und­ir skó teikni­mynda­per­sónu í skop­mynd­bandi. Skjá­skot/​Page Six

Þá hafa net­verj­ar velt upp þeirri spurn­ingu hvort Kar­dashi­an hafi átt ein­hvern þátt í að hlaða mynd­band­inu inn á YouTu­be. 

Aðrir grín­ast með að sjald­an falli eplið langt frá eik­inni, því sjálf­ur Kanye West er sagður gall­h­arður stuðnings­maður Trumps. 

Kim Kar­dashi­an hef­ur hins veg­ar ekki gefið út op­in­ber­lega hvern hún hyggst kjósa í kom­andi kosn­ing­um, hvort það verði Harris eða Trump.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þér finnast smáatriði vefjast um of fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út af borðinu. Stundum verðurðu að láta eðlisávísunina ráða og hrökkva eða stökkva.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þér finnast smáatriði vefjast um of fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út af borðinu. Stundum verðurðu að láta eðlisávísunina ráða og hrökkva eða stökkva.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lotta Lux­en­burg
3
Satu Rämö
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Guðrún Guðlaugs­dótt­ir