Borgarstjóri á Degi hinna dauðu

Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt upp á Dag hinna dauðu í …
Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt upp á Dag hinna dauðu í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Haldið er upp á Dag hinna dauðu (s. Día de los Mu­ertos) á Hafnartorgi í Reykjavík í dag. Hátíðarhöldin hófust klukkan 13 og er ætlað að þeim ljúki fyrir klukkan 18, en þá verður haldið mexíkóskt bingó fyrir fullorðna.

Hér syngur Svanlaug Jóhannsdóttir og undir spilar gítarleikarinn Gunnar Hilmarsson.
Hér syngur Svanlaug Jóhannsdóttir og undir spilar gítarleikarinn Gunnar Hilmarsson. mbl.is/Ólafur Árdal

Skipulag hátíðarinnar er í höndum mexíkóska veitingastaðarins Fuego í samstarfi við Félag Mexíkóa á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is/Ólafur Árdal

„Dagur hinna dauðu er minningardagur, þegar fjölskyldur heiðra minningu látinna ástvina sinna og fagna lífi þeirra. Dagurinn er tími umhugsunar og gleði, þess að þekkja að dauðinn er hluti af lífi mannanna, og tækifæri til að fagna lífinu gegnum altari, tónlist, mat og list,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir