Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:31
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:31
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins tók sig ágæt­lega út á traktor í Skeif­unni en miðað við Miðflokks-fák­inn hefði hann nátt­úr­lega frek­ar átt að vera á hesti, en það er önn­ur saga.

Í TikT­ok-mynd­bandi Miðflokks­ins er Sig­mund­ur Davíð spurður að því hvernig hann hafi endað á traktor í Skeif­unni. Svarið við því er ekk­ert sér­lega ein­falt eins og kem­ur fram í mynd­band­inu.

„Það byrjaði þannig að ég var upp­runa­lega í Breiðholt­inu, bjó þar æsku­ár­in og var svo ein­hver ár í Banda­ríkj­un­um, og var í Öldu­sels­skóla. Fór þaðan í fram­halds­skóla í MR, þaðan í Há­skóla Íslands, þaðan í skóla í Kaup­manna­höfn og í Rússlandi. Og svo leiddi það til þess,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð í TikT­ok-mynd­band­inu og held­ur áfram:

„Áður en ég kem að því þá starfaði ég við eitt og annað. Ég vann mörg ár á bens­ín­stöð, fyrst starfsmaður á plani og síðan starfsmaður í versl­un,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð og er þarna far­inn að hljóma eins og Georg Bjarn­freðar­son í Næt­ur­vakt­inni en svo stækkaði líf hans. Hann komst til út­landa.

„Vann í frí­höfn­inni og á aðal­braut­ar­stöðinni í Stokk­hólmi. Starfaði í Þýskalandi hjá versl­un­ar­ráðinu þar og hjá Rík­is­út­varp­inu, var fréttamaður og þátta­stjórn­andi. Eft­ir það fór ég að vinna í skipu­lags­mál­un­um, fór að gefa ráð um eitt og annað. Svo kom banka­hrunið og þá var ég allt í einu gerður að for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fór í stjórn­ar­and­stöðu, varð for­sæt­is­ráðherra og við end­ur­byggðum efna­hag Íslands. Svo varð Miðflokk­ur­inn til, til þess að breyta ís­lenskri póli­tík. Svo eru allt í einu komn­ar kosn­ing­ar og ég er bú­inn að vera mjög upp­tek­inn í kosn­inga­bar­átt­unni en þurfti að fara til tann­lækn­is. Þess vegna er ég hér,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Losaðu þig við alla bagga og gakktu keikur á vit framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Vertu ekki að streða við hlutina einn í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Losaðu þig við alla bagga og gakktu keikur á vit framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir