Þurfti að bæta við sætum vegna mikillar aðsóknar

Víkingur Heiðar og Yuja Wang á sviðinu í Hörpu.
Víkingur Heiðar og Yuja Wang á sviðinu í Hörpu.

Yuja Wang og Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son léku sam­an á tón­leik­um í Royal Festi­val Hall í Lund­ún­um nú á dög­un­um og heilluðu tón­leika­gesti með ein­stök­um pí­anó­leik sín­um.

Tón­leik­arn­ir seld­ust upp á skot­stundu og þurfti að bæta við sæt­um vegna gríðarlegs áhuga.

Tón­list­ar­gagn­rýn­andi The Guar­di­an, Flora Will­son, fer fögr­um orðum um pí­anó­leik­ar­ana í um­sögn sinni og gaf tón­leik­um þeirra fullt hús stiga, eða fimm stjörn­ur.

Will­son fjallaði um flutn­ing þeirra á tón­verk­um á borð við Wass­erkla­vier eft­ir ít­alska tón­skáldið Luciano Ber­io, Fant­as­íu Schuberts í f-moll fyr­ir fjór­hent pí­anó og Symp­honic Dances eft­ir rúss­neska tón­skáldið Ser­gei Rachman­in­off og sagði þau hafa spilað af full­kom­inni ná­kvæmni og gert áhorf­end­ur orðlausa með hæfi­leik­um sín­um.

Vík­ing­ur Heiðar og Yuja Wang, tveir af fær­ustu pí­anó­leik­ur­um sam­tím­ans, héldu tón­leika í Eld­borg í Hörpu þann 20. októ­ber síðastliðinn og end­ur­tóku leik­inn dag­inn eft­ir vegna mik­ill­ar aðsókn­ar. 

The Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Sumir segja að þú ættir að hafa náð lengra og hafa sýnilegri sannarnir um árangur erfiði þíns. Farðu varlega, annars geturðu misst eitthvað út úr þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Sumir segja að þú ættir að hafa náð lengra og hafa sýnilegri sannarnir um árangur erfiði þíns. Farðu varlega, annars geturðu misst eitthvað út úr þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Lotta Lux­en­burg
5
Jón­ína Leós­dótt­ir