Adam Lambert frumsýndi myndarlegt þyngdartap

Adam Lambert var í góðu stuði er hann yfirgaf höfuðstöðvar …
Adam Lambert var í góðu stuði er hann yfirgaf höfuðstöðvar NBC íklæddur himinbláum jakkafötum. Samsett mynd

Bandaríski tónlistarmaðurinn Adam Lambert, sem reis til frægðar árið 2009 þegar hann tók þátt í hæfileikakeppninni American Idol, hefur misst hátt í 30 kíló á síðustu átta mánuðum með hjálp blóðsykurs- og þyngdarstjórnunarlyfsins Mounjaro.

Lambert, 42 ára, frumsýndi myndarlegt þyngdartap sitt í morgunþættinum Today á þriðjudag og var ljósmyndaður í bak og fyrir er hann yfirgaf höfuðstöðvar NBC seinna um daginn.

Tónlistarmaðurinn, sem er í dag söngvari bresku rokksveitarinnar Queen, viðurkenndi í spjalli við fylgjendur sína á samfélagsmiðlasíðunni Instagram í mars að hann væri byrjaður að taka inn þyngdarstjórnunarlyf.

„Mér líður dásamlega vel,” sagði Lambert og viðurkenndi einnig að hann hafi fengið Ozempic, hið svokallaða „töfralyf“ Hollywood-elítunnar, uppáskrifað í fyrstu til að koma jafnvægi á blóðsykurinn en að hann hafi hætt sökum alvarlegra aukaverkana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
5
Kathryn Hughes
Loka