Eva Mattadóttir hágrét eftir sigur Trump

Eva er ekki sátt við útkomu bandarísku forsetakosninganna.
Eva er ekki sátt við útkomu bandarísku forsetakosninganna. Samsett mynd

Sigur Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum hefur vakið misjöfn viðbrögð um allan heim og eru einhverjir miður sín yfir úrslitunum.

Fjölmargir Íslendingar hafa tjáð sig um niðurstöður forsetakosninganna á samfélagsmiðlum á síðustu klukkustundum og eru flestir sammála um að miklir óvissutímar séu fram undan.

Eva Mattadóttir, markþjálfi, barnabókahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um niðurstöðurnar og virðist sigur Trumps hafa hrært í tilfinningum hennar, en Eva birti þó nokkrar færslur á Instagram Story eftir að úrslit kosninganna voru kunngerð.

„Þá er það endanlega komið í ljós að fólkið kaus sakfelldan nauðgara í staðinn fyrir konuna og ég vona að öll þið sem styðjið Donald Trump hérna á Íslandi gerið ykkur grein fyrir því að Project 25 sem hann er núna að fara að hrinda í framkvæmd snýst um það að hjálpa konum frá sjálfum sér,” segir Eva hágrátandi. 

„Ég ætlaði ekki að fara að gráta á Instagram,“ segir hún í næsta myndskeiði og hvetur fólk, sérstaklega stuðingsfólk Trumps á Íslandi, til að kynna sér málefni Project 25 (e. Presidential Transition Project) sem meðal annars hvetur konur til að hylja líkama sína til að forðast nauðgun og takmarkar aðgang kvenna að neyðarpillunni og öruggum fóstureyðingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka