„Maður er að sjá svolítil tækifæri í skattheimtu þarna“

Hjálmar Örn og Helgi Jean.
Hjálmar Örn og Helgi Jean.

Grín­ist­arn­ir Helgi Jean Claessen og Hjálm­ar Örn vildu for­vitn­ast út í svo­kallaðan tómt­hús­skatt sem Sam­fylk­ing­in legg­ur til í fram­kvæmdaplani í hús­næðis- og kjara­mál­um fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar í nýj­um hlaðvarpsþætti. Þá vill Sam­fylk­ing­in heim­ila sveit­ar­fé­lög­um að leggja á svo­kallaðan tómt­hús­skatt á tóm­ar íbúðir. 

Helgi og Hjálm­ar halda úti einu vin­sæl­asta hlaðvarpi lands­ins, Hæhæ.

Helgi og Hjálm­ar veltu fyr­ir sér hversu mikl­um tíma fólk ætti að eyða heima fyr­ir til að lenda ekki í skatt­in­um. Þeir ákváðu að hringja í skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að finna út úr þessu. 

„Í sam­bandi við tómt­hús­skatt­inn, ég sá að fé­lagi minn er dá­lítið með tóma íbúð hjá sér. Á ég að senda ykk­ur varðandi það eða myndi ein­hver frá ykk­ur koma og kíkja á þetta?“ spyr Helgi. 

„Maður er að sjá tóm hús hér og þar þannig maður er að sjá svo­lítið tæki­færi í skatt­heimtu þarna. Hvað þarf maður að vera mikið heima? Myndi duga að horfa á einn leik í viku?“

Þá fá þeir þau svör að það er átt við að íbúðirn­ar séu bara tóm­ar ef talað er af skyn­semi.

„En ef maður vill hjálpa til við skatt­heimt­una, mætti maður fara að gægj­ast inn um glugga hjá fólki?“ spyrja þeir.

„Ég held þú ætt­ir að senda þess­ar fyr­ir­spurn­ir til Katrín­ar hjá Sam­fylk­ing­unni á tölvu­pósti.“

„Veistu hvort hún sé heima?“

Sú sem svaraði í sím­ann seg­ir hana lík­lega vera í vinnu.

„Segðu henni að passa sig ef hún verður of lengi, hún gæti fengið skatt ef hún kem­ur ekki heim í dag.“

Horfðu á brot úr þætt­in­um hér fyr­ir neðan.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú færð ógrynni hugmynda til þess að auka tekjur þínar. Sem betur fer áttu þér mun fleiri jábræður en andstæðinga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þú færð ógrynni hugmynda til þess að auka tekjur þínar. Sem betur fer áttu þér mun fleiri jábræður en andstæðinga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir