Með Ladda í innkaupakerru

Tónelskur Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi, ræðst ekki á garðinn …
Tónelskur Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Már Gunnarsson, söngvari, tónlistarmaður og afreksmaður í sundi, stendur í ströngu þessa dagana. Fram undan eru tónleikar með hljómsveit tónlistarháskólans Royal Northern College of Music, The Royal Northern College of Music Session Orchestra (RNCM), en þeir fyrstu voru haldnir í Manchester á Englandi 10. nóvember. Tvennir verða haldnir hér á landi, í Salnum í Kópavogi 20. nóvember og í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ degi síðar, það er 21. nóvember.

Tilefni tónleikanna er m.a. útgáfa nýrrar breiðskífu Más, Orchestral Me, og verður hún öll flutt á tónleikunum auk valinna laga í ævintýralegum og sinfónískum útsetningum. Sérstakir heiðursgestir verða Þórhallur Sigurðsson, Laddi, og söngkonurnar Ísold og Iva. RNCM Session Orchestra er skipuð 30 ungum hljóðfæraleikurum sem hafa m.a. leikið með Fílharmóníusveit BBC, Hallé – Manchester Camerata, Royal Liverpool Philharmonic Orchestra og Opera North og hljómsveitarstjóri er Andy Stott og aðstoðarstjórnandi Eden Saunders.

Már segist blessunarlega hafa notið aðstoðar frábærs fólks í tónlistinni og þá m.a. við upptökur úti í Manchester sem fóru fram fyrr á þessu ári. Um miðjan mánuð, áður en að tónleikunum á Íslandi kemur, mun hann gefa út nýtt lag af plötunni sem tekin var upp með sinfóníuhljómsveit, skipaðri nemendum RNCM, í Manchester og nefnist „Memory“. Það lag mun hann frumflytja í Kraká í Póllandi í Lions World Song Festival for the Blind, alþjóðlegri söngva- og tónlistarkeppni blindra og sjónskertra, sem haldin er af alþjóðasamtökum Lionshreyfingarinnar 14.-16. nóvember.

Skapa ævintýraheim

Um plötu Más, Orchestral Me, segir í tilkynningu að höfundur leyfi sér að fara alla leið í að skapa ævintýraheim og að tónlistin „gæti vel sómað sér í gömlu uppáhalds Disney-myndinni frá því í barnæsku“ en um útsetningar á lögum sáu þeir Þórir Baldursson og Stefán Arnar Gunnlaugsson og var Stefán auk þess yfirupptökustjóri.

Már segir að draumur hafi orðið að veruleika hjá honum, þ.e. að taka upp eigið efni með sinfóníuhljómsveit. „Ég hef lengi verið að staðsetja mig, hver ég sé sem tónlistarmaður, og það gæti alveg verið ævistarf að finna út úr því,“ segir hann. Hann hafi langað að halda tónleika og þá m.a. til að sýna afraksturinn af vinnu sinni erlendis á undanförnum tveimur árum. „Ég er ekki sami tónlistarmaður í dag og ég var fyrir tveimur, þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann og bætir við að 30 frábærir hljóðfæraleikarar séu væntanlegir til landsins. „Þetta er upprennandi sinfóníuelítan hér á Englandi,“ segir Már um þann hóp.

Már með Ladda í innkaupakerru í myndbandi sem finna má …
Már með Ladda í innkaupakerru í myndbandi sem finna má á facebook. Stilla

Laddi slær á létta strengi

Einn þeirra sem koma fram með Má er Laddi og má á Facebook finna skemmtilegt myndband með þeim félögum þar sem er að sjálfsögðu slegið á létta strengi. Laddi ofan í innkaupakerru sem Már keyrir um matarbúð án þess að vita hvað er framundan. Myndbandið má finna á fésbókarsíðu Más, facebook.com/margunnarssonmusician. Laddi mun taka nokkur af sínum bestu lögum á tónleikunum í sinfónískum búningi.

„Ég held að þetta verði sýning sem mun koma á óvart,“ segir Már en auk Ladda koma fram með honum söngkonurnar Ísold og Iva. Ísold er systir Más og mun meðal annars syngja lag sem hún söng með honum sínum í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir tveimur árum. Iva er vinkona Más sem hann segir stórkostlega söngkonu sem hafi tekið þátt í Söngvakeppninni árið 2021.

Viðtalið má lesa í heild sinni á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, 13. nóvember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup