Sögð hafa vitað um meint framhjáhald Jackman og Foster

Deborra-Lee Furness og Hugh Jackman voru gift í 27 ár. …
Deborra-Lee Furness og Hugh Jackman voru gift í 27 ár. Nú er leikarinn sagður vera byrjaður með Sutton Foster. Samsett mynd

Fyrrverandi eiginkona ástralska leikarans Hugh Jackman, Deborra-Lee Furness, er sögð hafa vitað um meint framhjáhald Jackman og bandarísku leikkonunnar Sutton Foster.

Furness og Jackman skildu eftir 27 ára hjónaband á síðasta ári, en fréttir af skilnaðinum komu eins og þruma úr heiðskíru lofti því hjónin þóttu mikið fyrirmyndarpar.

Furness hefur til þessa lítið tjáð sig um skilnað sinn við leikarann en nú virðist sem hún hafi staðfest, mjög leynt, meginorsök þess sem leitt hefði til skilnaðarins. Er það samband Jackman og Foster ef marka má Instagram-færslu slúðurbloggarans Töshu Lustig.

Sú fór ofan í saumana á meintu ástarsambandi leikaranna nýverið og deildi pælingum sínum um parið í ítarlegri færslu á samfélagsmiðlasíðunni. Furness líkaði við færslu Lustig, stuttu eftir að hún birtist, og eru netverjar margir hverjir sammála um að hún hafi með því greint frá ástæðu skilnaðarins.

Broadway-stjarn­an Sutt­on Foster sótti um skilnað frá eig­in­manni sín­um, hand­rits­höf­und­in­um Ted Griff­in, eft­ir tíu ára hjóna­band, í október.

Jackm­an og Foster eru sögð hafa hrif­ist hvort af öðru þegar þau fóru með aðal­hlut­verk í söng­leikn­um The Music Man á Broadway fyr­ir ör­fá­um árum og að þá hafi farið að hrikta í stoðum hjóna­band­anna.

View this post on Instagram

A post shared by Tasha (@tashalustig)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir