Sögð hafa vitað um meint framhjáhald Jackman og Foster

Deborra-Lee Furness og Hugh Jackman voru gift í 27 ár. …
Deborra-Lee Furness og Hugh Jackman voru gift í 27 ár. Nú er leikarinn sagður vera byrjaður með Sutton Foster. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi eig­in­kona ástr­alska leik­ar­ans Hugh Jackm­an, De­borra-Lee Fur­ness, er sögð hafa vitað um meint fram­hjá­hald Jackm­an og banda­rísku leik­kon­unn­ar Sutt­on Foster.

Fur­ness og Jackm­an skildu eft­ir 27 ára hjóna­band á síðasta ári, en frétt­ir af skilnaðinum komu eins og þruma úr heiðskíru lofti því hjón­in þóttu mikið fyr­ir­mynd­arp­ar.

Fur­ness hef­ur til þessa lítið tjáð sig um skilnað sinn við leik­ar­ann en nú virðist sem hún hafi staðfest, mjög leynt, meg­in­or­sök þess sem leitt hefði til skilnaðar­ins. Er það sam­band Jackm­an og Foster ef marka má In­sta­gram-færslu slúður­blogg­ar­ans Tös­hu Lustig.

Sú fór ofan í saum­ana á meintu ástar­sam­bandi leik­ar­anna ný­verið og deildi pæl­ing­um sín­um um parið í ít­ar­legri færslu á sam­fé­lags­miðlasíðunni. Fur­ness líkaði við færslu Lustig, stuttu eft­ir að hún birt­ist, og eru net­verj­ar marg­ir hverj­ir sam­mála um að hún hafi með því greint frá ástæðu skilnaðar­ins.

Broadway-stjarn­an Sutt­on Foster sótti um skilnað frá eig­in­manni sín­um, hand­rits­höf­und­in­um Ted Griff­in, eft­ir tíu ára hjóna­band, í októ­ber.

Jackm­an og Foster eru sögð hafa hrif­ist hvort af öðru þegar þau fóru með aðal­hlut­verk í söng­leikn­um The Music Man á Broadway fyr­ir ör­fá­um árum og að þá hafi farið að hrikta í stoðum hjóna­band­anna.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Tasha (@tashalu­stig)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Verkefni dagsins krefjast skipulags og staðfestu. Ekki týna þér í smáatriðum. Með markvissum skrefum geturðu náð langt. Haltu fókus og forgangsraðaðu skynsamlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Verkefni dagsins krefjast skipulags og staðfestu. Ekki týna þér í smáatriðum. Með markvissum skrefum geturðu náð langt. Haltu fókus og forgangsraðaðu skynsamlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir