Bauð þáverandi kærustu sinni á landareign Obama-hjónanna

Leyniþjónustumaðurinn sem bar nafnið Dale var rekinn í kjölfar þess …
Leyniþjónustumaðurinn sem bar nafnið Dale var rekinn í kjölfar þess að hafa boðið Dwanyen inn á landareign Obama-hjónanna á Havaí. Elijah Nouvelage/AFP

Leyniþjónustumaður braut siðareglur þegar hann bauð þáverandi kærustu sinni á heimili Baracks Obama, við ströndina. 

Haft er eftir ABC News að í bókinni Undercover Heartbreak: A Memoir of Trust and Trauma, eftir Koryeah Dwanyen, komi fram að Dwanyen sjálf haldi því fram að henni hafi verið boðið á landareign Obama-hjónanna af meðlim leyniþjónustunnar sem kallaði sig „Dale“. 

Bókin kom út 28. október.

Eignin er staðsett á Havaí og fór Dwanyen þangað ásamt Dale í nóvember, árið 2022, þegar hjónin voru í burtu. 

Leyniþjónustumaðurinn hafði verið ráðinn til að vernda Obama-fjölskylduna, þ.á.m dætur þeirra Maliu, 26 ára og Söshu, 23 ára. Hann hafði sagst vera fráskilinn en Dwanyen komst síðar að því að hann væri harðgiftur.

Anthony Guglielmi, samskiptastjóri leyniþjónustunnar, staðfesti að atvikið hafi átt sér stað og að í kjölfarið hafi umræddur leyniþjónustumaður verið rekinn.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach