Hávær orðrómur um hjónaskilnað

Jessica Simpson og Eric Johnson kynntust árið 2010.
Jessica Simpson og Eric Johnson kynntust árið 2010. Skjáskot/Instagram

Orðróm­ur um yf­ir­vof­andi skilnað banda­rísku söng­kon­unn­ar Jessicu Simp­son og Eric John­son, fyrr­ver­andi leik­manns San Francisco 49ers, hef­ur náð nýj­um hæðum síðustu daga. Fjöl­miðlar vest­an­hafs hafa full­yrt að Simp­son sé búin að fara fram á skilnað og sést hef­ur til henn­ar án gift­ing­ar­hrings.

Simp­son deildi færslu á In­sta­gram-síðu sinni á dög­un­um sem inni­hélt dul­in skila­boð. Aðdá­end­ur söng­kon­unn­ar segja orð henn­ar staðfesta orðróm­inn, ef marka má at­huga­semd­irn­ar. 

„Þessi end­ur­koma er per­sónu­leg, hún er af­sök­un­ar­beiðni til sjálfs míns vegna alls þess sem ég sætti mig við og átti alls ekki skilið,” skrifaði Simp­son, sem er stödd í Nashville, við færsl­una.

Sama dag og Simp­son deildi færsl­unni sást John­son á rölti í Los Ang­eles án gift­ing­ar­hrings.

Hjón­in giftu sig þann 5. júlí 2014 í Montecito í Kali­forn­íu. Þau eiga þrjú börn á ald­urs­bil­inu 5–12 ára. Er þetta annað hjóna­band beggja. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Reyndu að heimsækja staði sem þú hefur aldrei komið á og gera hluti sem þú gerir ekki oft í dag. Það er gott að breyta rútínunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Reyndu að heimsækja staði sem þú hefur aldrei komið á og gera hluti sem þú gerir ekki oft í dag. Það er gott að breyta rútínunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez