Brutust inn í bóndabæ á landareign bresku konungsfjölskyldunnar

Heimili fjölskyldu Vilhjálms Bretaprins er aðeins í fimm mínútna fjarlægð …
Heimili fjölskyldu Vilhjálms Bretaprins er aðeins í fimm mínútna fjarlægð frá þeim stað þar sem innbrotið var framið. Peter Albanese/Unsplash

Starfsmaður lögreglunnar í Thames Valley, sem sér um öryggisgæslu á svæðinu, staðfesti í yfirlýsingu að brotist hefði verið inn í bóndabæ á Windsor, landareign bresku konungsfjölskyldunnar. Þjófarnir stálu þaðan tveimur ökutækjum. 

Þetta kemur fram á vef People.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og er rannsókn enn í gangi. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eru búsett í aðeins fimm mínútna fjarlægð frá þeim stað þar sem brotist var inn.

Innbrotið átti sér stað um miðnætti 13. október síðastliðinn. Ekki er talið að litlu fjölskyldunni hafi staðið bein ógn af ódæðinu þrátt fyrir að hún hafi verið á heimili sínu þessa nótt.

Karl Bretakonungur og Kamilla drottning voru ekki á staðnum þegar innbrotið átti sér stað en þá var Kamilla stödd á Indlandi og Karl í Skotlandi.

Öryggiskerfi er á svæðinu en enginn virðist hafa orðið þess var að óprúttnir aðilar væru á landareigninni. Talið er að þeir hafi komist yfir tveggja metra girðingu á leið sinni inn á landið og ekið í gegnum hliðið við Shaw Farm-útganginn á stolnu ökutækjunum er þeir flúðu.

People 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir