Skaut sig óvart í kviðinn

Sundance Head tók þátt í The Voice árið 2016.
Sundance Head tók þátt í The Voice árið 2016. Skjáskot/Instagram

Bandaríski tónlistarmaðurinn Sundance Head, sigurvegari elleftu þáttaraðar The Voice, er á batavegi eftir að hafa fengið byssuskot í kviðinn á búgarði sínum í Texas.

Head, sem var á dýraveiðum, var að teygja sig eftir .22 kalíber byssu þegar skot hljóp skyndilega úr byssunni með ofangreindum afleiðingum.

Tónlistarmaðurinn var færður í snatri á næsta spítala.

Umboðsmaður tón­list­ar­manns­ins ræddi við The Associa­ted Press í kjöl­far óhappsins og sagði það afar heppi­legt að byssu­kúl­an hefði ekki hæft mik­il­væg líff­færi.

Head sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þegar hann útskrifaðist af spítalanum og sagðist vera þakklátur viðbragðsaðilum á vettvangi, heilbrigðisstarfsfólki, fjölskyldu sinni og aðdáendum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan