Taylor Swift eftirherma á leið til Íslands

Xenna er á leið til Íslands þar sem hún mun …
Xenna er á leið til Íslands þar sem hún mun leika eftir tónleikaferðalag Taylor Swift. Ljósmynd/Aðsend

Breska söngkonan Xenna hefur gert það ágætt sem Taylor Swift eftirherma en nú er þessi drottning á leið til Íslands. Hún heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu 29. mars á næsta ári. Hún kemur ekki ein síns liðs því með í för verða dansarar og hljómsveit. Eftir Íslandsferðina mun hún troða upp á Adelphi Theatre í West End í Lundúnum. 

„Um er að ræða Eras upplifun sem fylgir eftir samnefndu tónleikaferðalagi Taylor Swift sem hún hefur sjálf lýst sem ferðalagi í gegnum öll tónleikatímabil sín,“ segir í fréttatilkynningu. 

„Við erum ákaflega ánægð með að bjóða íslenskum áhorfendum upp á þessa sýningu. Söngkonan Xenna er afar hæfileikarík söngkona og nær að fanga rödd og magnaða sviðsframkomu Taylor Swift sem hafa gert hana að vinsælustu og hæst launuðustu stórstjörnu á tónlistarsviði heimsins í dag,“ segir James Cundall, framleiðandi sýningarinnar Taylor Swift by Xenna. Cundall er reynslusbolti í bransanum og hefur komið að fjölmörgum tónleikum í Bretlandi og víðar í gegnum árin. 

Söngkonan Xenna segist sjálf vera mikill aðdáandi Taylor Swift en hún hefur sungið lög stórstjörnunnar í rúman áratug. Xenna mun flytja alla helstu smelli Taylor Swift eins og Love Story, Blank Space, We Are Never Ever Getting Back Together, Anti-Hero, Look What You Made Me Do, Shake It Off.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Náinn vinur þinn vekur undrun þína. Þú ert að standa þig frábærlega vel í nýja lífsstílnum, haltu áfram á sömu braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Náinn vinur þinn vekur undrun þína. Þú ert að standa þig frábærlega vel í nýja lífsstílnum, haltu áfram á sömu braut.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach