Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu

Lyle Menendez í réttarsal snemma á tíunda áratugnum.
Lyle Menendez í réttarsal snemma á tíunda áratugnum. Skjáskot/Youtube

Lyle Menendez er sagður eiga í ástarsambandi við 21 árs breskan háskólanema, Milly Bucksey, sem hann kynntist á netinu úr fangelsinu þar sem hann afplánar nú lífstíðardóm. Þetta kemur fram á vef Daily Mail.

Eins og greint hefur verið frá afplána Menendez-bræðurnir, Lyle og Erik, lífstíðardóm fyrir morð á foreldrum sínum árið 1989. Mál þeirra hefur komist í kastljósið að nýju undanfarnar vikur í kjölfar þáttanna Menendez Brothers og Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story á Netflix. Þættirnir þóttu draga fram staðreyndir sem gáfu til kynna að orsök morðanna hafi verið önnur en sú sem þeir voru dæmdir fyrir.

Menendez sem er 56 ára er sagður svo upptekinn af nýju ástinni að hann hafi gefið það út að hann vilji skilnað við eiginkonu sína sem hann giftist árið 2003, sama ár og Bucksey fæddist. Hann er sagður hafa komið auga á Bucksey á Fésbókarreikningi í hans nafni sem eiginkona hans, Rebecca Sneed, heldur úti.

Rómantíkin hefur náð slíkum tökum á þeim að Menendez var gómaður af fangavörðum í Richard J. Donovan-fangelsinu fyrir notkun á síma sem hafði verið smyglað til hans í fangelsið, til þess eins að geta verið í sambandi við Buckley.

Buckley ferðaðist frá Manchester til San Diego til að heimsækja Menendez í fangelsið þar sem teknar voru myndir af þeim saman. Hvorki fjölskylda Buckley né talsmaður Menendez hafa svarað fyrirspurnum Daily Mail.

Framhjáhald í þessum anda er ekkert nýtt fyrir Menendez en fyrrverandi kona hans, Anna Eriksson, er sögð hafa endað hjónabandið með látum þegar hún komst að því árið 2001 að hann væri að skrifa ástarbréf til annarrar konu úr fangelsinu.

DailyMail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup