Sleppt úr haldi lögreglu

Marius Borg Høiby hefur verið látinn laus.
Marius Borg Høiby hefur verið látinn laus. Ljósmynd/AFP

Marius Borg Høi­by, 27 ára sonur norsku krónprinsessunnar Metta-Marit, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn þann 18. nóvember, grunaður um nauðgun, og var í framhaldi úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Lögreglan hefur nú hafið rannsókn vegna mögulegrar annarrar nauðgunar.

Vegna skorts á sönnunargögnum var þó ekki hægt að framlengja gæsluvarðhald yfir Høiby, sem neitar sök í báðum málum.

Handtekinn í ágúst og aftur í september

Í gegn­um árin hef­ur stjúp­son­ur Hákons krón­prins Nor­egs valdið vand­ræðum. Hann var handtekinn í ágúst sl. vegna líkamsárásar gegn þáverandi kærustu sinni og var hann þá úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Høiby var handtekinn aftur í september fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni, og í tilkynningu lögreglu kom fram að hann hefði verið í bíl ásamt fyrrverandi kærustu sinni þegar hann var handtekinn á mánudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir