Elísabet Ormslev sýndi listir sínar

Söngkonan Elísabet Ormslev.
Söngkonan Elísabet Ormslev.

Íslenska söngkonan Elísabet Ormslev talsetur hlutverk nornarinnar Elphöbu í kvikmyndaútgáfu söngleiksins sívinsæla Wicked. Meðal laga sem hún syngur er Defying Gravity, eitt mest krefjandi lag sem flutt hefur verið á fjölum Broadway og á hvíta tjaldinu.

Lagið, sem er sannkölluð kraftballaða, var samið af Stephen Schwartz árið 2003 fyrir sviðsuppfærslu Wicked, sem var frumsýnd sama ár og er enn í sýningu.

Bandaríska leik- og söngkonan Idina Menzel varð þess heiðurs aðnjótandi að frumflytja lagið á sviðinu og hafa 46 leikkonur stigið inn í hlutverk grænu nornarinnar og flutt lagið á Broadway í gegnum árin.

Enska leikkonan Cynthia Erivo, sem talin er ein besta núlifandi söngkona heims, fer með hlutverk Elphöbu í kvikmyndaútgáfunni og skilar hlutverki sínu með stakri prýði. Söngrödd hennar er mjög einkennandi sem er voldug, kraftmikil og tilfinningarík.

Elísabet, landsþekkt fyrir kraftmikla og fallega söngrödd sína, passar því fullkomlega í hlutverkið og flytur Defying Gravity meistaralega vel. Hún deildi myndskeiði af sér á TikTok nýverið að syngja erfiðasta kafla lagsins og fór létt með það.

Wicked var frumsýnd hérlendis í síðustu viku og hafa fjölmargir landsmenn skellt sér í bíó til þess að hlýða á raddir Elísabetar og Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, sem talsetur hlutverk góðu nornarinnar Glindu.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup