Þvertekur fyrir að hafa gengist undir fegrunaraðgerðir

Jocelyn Wildenstein.
Jocelyn Wildenstein. Skjáskot/Instagram

Jocelyn Wildenstein, eða kattarkonan eins og hún er kölluð í daglegu tali, þvertekur fyrir að hafa gengist undir fegrunaraðgerðir í viðtali sem birtist í The Sun á þriðjudag. Í viðtalinu segist hún ávallt hafa hræðst afleiðingar slíkra aðgerða. 

Wildenstein, sem er 84 ára, hefur oft og tíðum verið milli tannanna á fólki og ratað á síður fjölmiðla, þá helst vegna mikilla útlitsbreytinga. Hún fékk viðurnefnið kattarkonan vegna þeirra fjölda fegrunaraðgerða sem hún er sögð hafa gengist undir á undanförnum áratugum, í tilraun til að líkjast kattardýri. Wildenstein segir slíkar fréttir af sér uppspuna og að viðurnefnið komi vegna ástar hennar á kattardýrum.

„Ég hef ekki gengist undir lýtaaðgerðir, ég er mjög hrædd við slíkt,“ sagði hún meðal annars í samtali við blaðamann breska fjölmiðilsins. Wildenstein viðurkenndi þó að hafa prófað fylliefni og sagði það hafa farið illa í sig. 

Wildenstein varð fræg þegar hún gekk í hjónaband með milljarðamæringnum Alec N. Wildenstein árið 1978. Parið, sem skildi eftir stormasamt hjónaband árið 1999, er sagt hafa gefið hvort öðru augnlýtaaðgerðir í eins árs brúðargjöf og að upp úr því hafi hún gerst háð fegrunaraðgerðum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur safnað að þér upplýsingum og getur nú farið að vinna úr þeim. Taktu málin í þínar hendur og leystu þau sjálfur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup