Bandaríski stórleikarinn Sean Penn mætti ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Valeriu Nicov, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Marrakech á laugardagskvöldið. Þetta er í fyrsta sinn sem parið gengur hönd í hönd niður rauða dregilinn.
Penn, sem er tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi, var heiðraður fyrir framúrskarandi framlag sitt til kvikmynda og leiklistar á hátíðinni.
Penn, 60 ára, og Nicov, 30 ára, litu út fyrir að vera yfir sig ástfangin og tóku vart augun hvort af öðru allt kvöldið. Samband þeirra er afar nýtt af nálinni, en það hefur engu að síður náð að vekja talsverða eftirtekt, sérstaklega sökum aldursmunar.
Penn er þrískilinn og tveggja barna faðir.
Hann kvæntist söngkonunni Madonnu árið 1985 og skildi við hana fjórum árum síðar. Leikarinn gekk í hjónaband með Robin Wright árið 1996 og var giftur henni til ársins 2010. Þau eiga tvö uppkomin börn.
Síðar kvæntist hann áströlsku leikkonunni Leilu George en þau voru gift í tvö ár, frá 2020 til 2022. George er á svipuðum aldri og börn Penn en Nicov er yngri en börn leikarans.