Sveif um dansgólfið í örmum föður síns

Þetta var án efa ógleymanleg kvöldstund fyrir foreldra Apple og …
Þetta var án efa ógleymanleg kvöldstund fyrir foreldra Apple og foreldra hennar. Samsett mynd

Apple Martin, dóttir fyrrverandi stjörnuhjónanna Chris Martin og Gwyneth Paltrow, sveif um dansgólfið í örmum föður síns á hinum árlega Le Bal de Débutantes-dansleik í París á laugardagskvöldið.

Stúlkan, sem er tvítug að aldri og stundar nám í ensku við Vanderbilt-háskólann í Nashville, vakti mikla athygli í himinbláum síðkjól frá ítalska tískuhúsinu Valentino. Hún var ein af hefðarmeyjum kvöldsins og þótti bjóða af sér góðan þokka.

Apple mætti með ungan sjarmör upp á arminn, en fylgdarmaður hennar var enginn annar en þýsk-hollenski aðalsmaðurinn Leo Henckel von Donnersmarck.

Fjölskylda Apple var öll mætt til að fagna þessari stund með henni, en foreldrar hennar, yngri bróðir og móðuramma, leikkonan Blythe Danner, voru klædd í sitt fínasta púss og tóku sig einnig vel út á dansgólfinu.

View this post on Instagram

A post shared by Vogue (@voguemagazine)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir