Axel Birgisson, sem gengur undir nafninu Bix Sexy, og Kristófer Acox körfuboltastjarna eru gestir í nýjasta hlaðvarpsþætti Gústa B. sem heitir Veislan. Í þættinum voru þeir spurðir út í svæsnar djammsögur og ekki stóð á svörunum.
„Ég fór einu sinni í „blackout“. Ég var að gista hjá Kristó (Kristófer Acox). Mér finnst alltaf eins og ég eigi að gista hjá vinum mínum þegar Dagný er ekki heima og síminn minn var dauður,“ segir Axel og er þá að tala um kærustu sína sem heitir Dagný Ósk Dagsdóttir og er hárgreiðslukona.
Kristófer Acox skýtur inn í að Axel hafi ekki látið neinn vita af þessari gistingu, ekki einu sinni hann sjálfan. Eftir að hafa drukkið sig til óbóta segist Axel hafa tekið leigubíl heim til Kristófers.
„Ég klifra yfir eitthvað blómabeð, ríf upp einhvern glugga hjá honum, fer í gegnum svona flugnanet, ríf allt og dýfi mér inn um gluggann. Allur í drullu eftir beðið og hann með hvítan sófa og alls konar vitleysu. Ég spora og drulla allt út, svo dett ég og drepst í sófanum hans,“ segir Axel.
„Ég átta mig ekki ennþá á því hvernig hann komst í gegnum gluggann. Hann með sína holningu, ég skil ekki hvernig hann náði að koma sér inn,“ segir Kristófer og bætir við:
„Svo kem ég heim og glugginn var opinn upp á gátt. Ég hafði ekki hugmynd sko. Hann var kraminn í sófanum. Ég var að reyna vekja hann og segja honum að koma upp í rúm. Þá byrjar hann að tala við mig á ensku,“ segir hann og hlær.
„No, no I´m just going to sleep here,“ datt upp úr Axel.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: