Marvel-leikari grátbiður um hjálp

Jack Veal fór með hlutverk Kid Loki í Marvel-þáttaröðinni.
Jack Veal fór með hlutverk Kid Loki í Marvel-þáttaröðinni. Skjáskot/IMDb

Breski leikarinn Jack Veal, best þekktur fyrir hlutverk sitt í Marvel-þáttaröðinni Loki, greindi frá því á TikTok nú á dögunum að hann væri heimilislaus.

Veal, sem er aðeins 17 ára gamall, birti nokkur myndskeið á samfélagsmiðlasíðunni þar sem hann lýsti erfiðum aðstæðum og viðurkenndi að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi.

„Hæ! Ég er frægur leikari, ég er 17 ára gamall og bý á götunni. Þið þekkið mig kannski úr þáttaröðunum Loki, The End of the F***ing World eða vel þekktum kvikmyndum. Ég hef lítið fjallað um það sem er að gerast í lífi mínu en hugsa að það sé kominn tími til þess að segja sannleikann. Án þess að fara djúpt ofan í smáatriðin þá var ég beittur heimilisofbeldi. Það var líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og fleira í þeim dúr,” sagði Veal meðal annars.

Leikarinn sagðist ekki hafa neinn samastað og viðurkenndi að vera örvæntingarfullur og hræddur.

„Ég er á hnjánum“

„Lífið er mjög erfitt í augnablikinu. Ég er á hnjánum að biðja ykkur um að deila þessu, gera eitthvað og breiða út skilaboðin um hvernig stjórnvöld sýni ungmennum í þessari stöðu vanvirðingu.”

Á þriðjudag greindi ungi leikarinn frá því að barnaverndaryfirvöld hefðu haft samband við sig og að þau ætluðu að veita honum aðstoð í málinu.

Veal fór síðast með hlutverk í þáttaröðinni The Peripheral árið 2022 samkvæmt IMDb og hefur aðallega farið með smáhlutverk í þáttaröðum og kvikmyndum síðastliðin sjö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir