Húbbabúbba bætist í hóp flytjenda

Hljómsveitin Húbbabúbba og Svala Björgvinsdóttir gáfu nýverið út jólalagið Jólahúbbabúbba.
Hljómsveitin Húbbabúbba og Svala Björgvinsdóttir gáfu nýverið út jólalagið Jólahúbbabúbba.

Hljóm­sveit­in Húbba­búbba hef­ur nú bæst í hóp þeirra flytj­enda sem munu stíga á svið Laug­ar­dals­hall­ar þann 21. des­em­ber næst­kom­andi á kveðju­tón­leik­um hins ást­sæla söngv­ara Björg­vins Hall­dórs­son­ar.

Þeir Eyþór Aron Wöhler og Krist­all Máni Inga­son, sem mynda dú­ett­inn Húbba­búbba, munu sam­eina krafta sína með stór­söng­kon­unni Svölu Björg­vins­dótt­ur á sviðinu og flytja nýja upp­á­halds jóla­lag lands­manna, Jóla­húbba­búbba.

Meðal annarra flytj­enda á kveðju­tón­leik­um Björg­vins eru þau Sis­sel Kyrkj­ebø, Helgi Björns­son, Ei­vør Páls­dótt­ir, Þór­hall­ur Sig­urðsson, best þekkt­ur sem Laddi, Giss­ur Páll Giss­ur­ar­son og Ásgeir Trausti Ein­ars­son.

Enn eru til ör­fá­ir miðar og fyrst­ur kem­ur, fyrstu fær.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Menn láta eitt og annað flakka í einkasamtölum sem á ekkert erindi við aðra. Reyndu að vera ekki með stjörnur í augunum yfir því sem ekkert er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Menn láta eitt og annað flakka í einkasamtölum sem á ekkert erindi við aðra. Reyndu að vera ekki með stjörnur í augunum yfir því sem ekkert er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar