Hljómsveitin Húbbabúbba hefur nú bæst í hóp þeirra flytjenda sem munu stíga á svið Laugardalshallar þann 21. desember næstkomandi á kveðjutónleikum hins ástsæla söngvara Björgvins Halldórssonar.
Þeir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason, sem mynda dúettinn Húbbabúbba, munu sameina krafta sína með stórsöngkonunni Svölu Björgvinsdóttur á sviðinu og flytja nýja uppáhalds jólalag landsmanna, Jólahúbbabúbba.
Meðal annarra flytjenda á kveðjutónleikum Björgvins eru þau Sissel Kyrkjebø, Helgi Björnsson, Eivør Pálsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, Gissur Páll Gissurarson og Ásgeir Trausti Einarsson.
Enn eru til örfáir miðar og fyrstur kemur, fyrstu fær.